Einn stærsti akstursíþróttaviðburður ársins!

Laugardaginn 12. ágúst 2017 fer fram afmælishátíð Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar en félagið var stofnað árið 2002 og er því 15 ára. Hátíðin fer fram á akstursíþróttasvæði félagsins við Krýsuvíkurveg og opnar svæðið klukkan 15:00. Dagskrá hefst svo klukkan 15:30 á go kart sýningu en félagar í go kart deild félagsins aka nokkra hringi á brautinni og […]

Lesa meira...

Eftir einn ei aki neinn!

Nú þegar ein stærsta ferðahelgi ársins á Íslandi gengur í garð er rétt að hafa í huga það sem Formula 1 keppandinn Nico Rosberg minnir á að áfengi og akstur fara ekki saman. Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA hefur sett af stað átak um öruggari umferð um allan heim. Þannig er nú búið að setja upp sérstök […]

Lesa meira...

Konurnar bak við myndavélarnar, Guðbjörg Ólafsdóttir

Hlutverk kvenna tengdum akstursíþróttum eru margvísleg. Þátttaka kvenna í keppnishaldi hefur vaxið auk þess sem sífellt fleiri konur keppa í hinum ýmsu greinum, nú síðast í torfærunni. Eitt af þeim sviðum sem konur taka virkan þátt í er umfjöllun akstursíþótta, greinaskrif og myndatökur. Aksturíþróttasamband Íslands hefur í ár úthlutað sérstökum myndatökuleyfum tendum þeim akstursíþróttum sem […]

Lesa meira...

FIA: Afturköllun á samþykki Border Mortorseats keppnissætum

FIA tilkynnir að af öryggisástæðum er samþykki eftirfarandi keppnisstaðla, óháð framleiðsludegi eða gildistíma, afturkallað tafarlaust: BORDER MOTORSEATS - SP-4C - CS.213.08 Þar sem ekki er hægt að líta á að þessi sæti uppfylli FIA staðal 8855-1999 er notkun þeirra bönnuð í öllum tilvikum þar sem farið er að framangreindum stöðlum. Sjá nánar hér: Safety Department Note […]

Lesa meira...

Ljómarall í Skagafirði - Lokanir á vegum

Laugardaginn 29. júlí 2017 fer fram Ljómarall í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmeistaramótinu í rallakstri í ár og fer fram í samræmi við reglur Akstursíþróttasambands Íslands, veitt eru viðeigandi leyfi og tryggingar svo sem þar greinir. Keppnin fer fram með hefðbundnu sniði og verða eftirfarandi vegir lokaðir laugardaginn 29. júlí 2017, […]

Lesa meira...

Systurnar Helga Katrín og Elva lifa og hrærast í torfærunni!

Síðasta umferð íslandsmótsins í torfæru verður haldin næstkomandi sunnudag. Það er Torfæruklúbbur Suðurlands (TKS) sem stendur að keppninni sem fer fram í gryfjum við Fellsenda í Akrafjalli, við Akranes. Margar hendur koma að undirbúningi slíkrar keppni en athygli vekur að TKS er eina aðildarfélag Akstursambands Íslands með konu í formennsku, Helgu Katrínu Stefánsdóttur. Helga Katrín er torfæruáhugamönnum […]

Lesa meira...

Ljómarall í Skagafirði - 29. júlí 2017

Bílaklúbbur Skagafjarðar boðar til Ljómaralls í Skagafirði, laugardaginn 29. júlí nk. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmótinu og fer fram samkvæmt reglum Akstursíþróttasambands Íslands. Það er búið að opna skráningu fyrir Ljómarall 2017. í skráningarforminu inná AKÍS birtist keppnisgjaldið sem gjald fyrir einstakling ekki áhöfn, vonandi veldur það ekki misskilningi. Þau gjöld sem greiða […]

Lesa meira...

Yfirlýsing frá formönnum MSÍ og AKÍS

Jæja gott fólk.  Undanfarnar vikur hefur staðið yfir mikil orrahríð athugasemda og skoðana á Facebook og víðar vegna umsagnar MSÍ og AKÍS vegna akstursbrautar Bílaklúbbs Akureyrar (BA). Við viljum því byrja á að þakka kærlega fyrir "vel valin orð" í okkar garð og annarra sem vinna í stjórnum MSÍ og AKÍS. Ekki dettur okkur í […]

Lesa meira...

King of the Street

Dagana 30. júní og 1. júlí fer fram King of the Street á Kvartmílubrautinni. Keppt verður í áttungsmílu, kvartmílu, Auto-X, tímaati Flokkar: Það verður keppt í 2 flokkum, bílum og mótorhjólum. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur: Föstudagur - 1.500 kr. Laugardagur - 2.000 kr. Báðir dagar - 2.500 kr. Félagsmenn geta nýtt inneign á félagsskírteini til að […]

Lesa meira...

Fyrsta álfukeppni FIA í drifti tilkynnt

Tókýó hefur verið valin til að halda fyrstu álfukeppni FIA í drifti 2017. Driftið á upphaf sitt í Japanska fjallaskarðinu (Touge) á níunda áratugnum og nú er það að fanga hug og hjörtu ungs fólks um allan heim. Árið 2017 tilkynnti FIA alþjóðlegar reglur um drift og 21. júní 2017, á fimmtu FIA Sport ráðstefnunni […]

Lesa meira...

Samkomulag um keppnishald í götuspyrnu hjá BA

Eftir viðræður í dag hafa Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) ásamt Bílaklúbbi Akureyrar (BA) náð samkomulagi um keppnishald í spyrnu í sumar. Til grundvallar liggur sá skilningur að takmarka eigi hraða keppnistækja í endamarki. Til þess að ná því fram er keppnislengd takmörkuð við 170m.  Hraðasellur í endamarki verða virkar í […]

Lesa meira...

Keppnir í spyrnum á akstursíþróttasvæði BA

Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) bera ábyrgð á skoðun og umsögn keppnisbrauta viðkomandi íþróttagreina. Við úttektir brauta er stuðst við reglur alþjóðasambandanna FIA og FIM um keppnisbrautir í spyrnukeppnum. Í úttekt AKÍS og MSÍ á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) gerðu samböndin athugasemdir við dæld í malbikaðri keppnisbraut í spyrnu rétt fyrir […]

Lesa meira...