Persónuvernd og trúnaður

AKÍS virðir friðhelgi þína og er skuldbundið til að vernda hana. AKÍS setur fram þessa yfirlýsingu til að upplýsa þig um persónuverndarstefnu sína og starfshætti og hvaða valkosti þú hefur um hvernig upplýsingum um þig er safnað á vefnum og hvernig þær upplýsingar eru notaðar.

AKÍS hyggst uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í persónuverndarreglugerð ESB, svokallaðar GDPR reglur.

Vefsíður AKÍS eru skipulagðar þannig að almennt er hægt að skoða þær án þess að bera kennsl á sjálfan sig eða afhjúpa persónulegar upplýsingar. Persónuverndarstefna AKÍS getur breyst þannig að hún endurspegli ávallt breytingar á lögum, breytingum innan sambandsins og til að þjóna þér betur.

Þessi persónuverndarstefna gildir um allar vefsíður og lén í eigu AKÍS.

Mótakerfi AKÍS

AKÍS safnar persónulegum upplýsingum um keppendur í aðildarfélögum þess og keppnistæki þeirra. Fyrir keppendur er haldið utan um nafn, kennitölu, tölvupóstfang, þjóðerni, símanúmer og íþróttafélag. AKÍS heldur utan um sögu og árangur keppenda og því er ekki hægt að eyða eldri upplýsingum.

AKÍS gefur aldrei þriðja aðila aðgang að gögnum sínum.

Persónuvernd barna

AKÍS safnar, með leyfi foreldra, upplýsingum um börn sem eru keppendur í aðildarfélögum þess.

Tenglar á aðrar vefsíður

Vefur AKÍS getur innihaldið tengla eða tilvísanir í vefsíður þriðja aðila til frekari upplýsinga. Ábyrgðin á innihaldi vefsíðu þriðja aðila liggur ávallt á hendi þess aðila.

Annað

Vera má að gögnum sem ekki eru persónugreinanleg sé safnað. Til dæmis er hér átt við hvaða vefsíður eru heimsóttar, tegund vafra og svo framvegis. Þessu er safnað með smákökum eða öðrum greiningartækjum.