Íslendingar í bresku rally um helgina

12.3.2024

Fjórar íslenskar áhafnir í rally tóku þátt í mótaröðinni  BTRDA (British Trial Drivers Association nú um helgina. Yfir 100 áhafnir voru skráðar til leiks. Eknar voru sjö sérleiðir á tveimur dögum.

 Keppni hófst á föstudagskvöldinu á fyrstu tveimur sérleiðum í myrkri má segja það hafi verið krefjandi fyrir íslensku keppendurnir sem hafa aðeins verið að keppa í björtu hér heima. 

Reynsluboltarnir Daníel Sigurðsson og Ásta Sigurðardóttir voru að keppa í B14 flokki á R5 fiestu. Daníel og Ásta enduðu í níunda sæti yfir heildina og skiluðu bílnum heilum í mark. Þau stefna að taka þátt í næstu keppni sem er í apríl. 

Íslandsmeistararnir Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Guðjónsson tóku einnig þátt í B14 flokknum á Ford Fiesta R5 sem þeir nýlega keyptu. Þeir félagarnir enduðu í 14 sæti í heildina eftir að hafa fallið niður um þrjú sæti við að sprengja dekk á sérleiðinni.  

Jóhann Ingi Fylkisson var að taka þátt í sinni annarri keppni í bresku rally á Mitsubishi Evo 9, Jóhann var með nýjan aðstoðarökumann með sér og það var hún Hanna Rún Ragnarsdóttir sem fékk að leiða þau í gegnum krefjandi sérleiðir. Jóhann og Hanna enduðu í 6 sæti í sínum keppnisflokk og  28 sæti yfir heildina.  

Nýliðarnir Agnar Ingi Sigurðsson og Valgarður Davíðsson voru að taka þátt í sinni fyrstu keppni erlendis. Þeir voru skráðir í flokkinn R2 á Ford Ford Fiesta R2. Þeir urðu í 3 sæti í sínum flokki og 46 sæti yfir heildina flottur árangur í sinni fyrstu keppni erlendis á nýjum bíl. 

Allar áhafnir skiluðu bílunum heilum í lok keppni og má segja að það verður spennandi að fylgjast með þessu flottu keppendum í næstu keppnum. 

Vantar Agnar og Valgarð inn á myndina voru farnir inn á sérleið.