Styrkir

Þegar félög hyggjast fara í mannvirkjagerð eða aðrar stærri framkvæmdir eru tvær leiðir helstar

  1. Sækja til sveitarfélagsins beint eða fá liðsinni viðkomandi íþróttabandalags eða héraðssambands.
  2. Finna samstarfsaðila sem er tilbúinn að setja fjármagn í verkefnið.

Aðrar leiðir að styrkjum eru helstar:

 

ÍSÍ styrkir

Ferðasjóður íþróttafélaga

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.

Styrkjum er úthlutað eftirá, í febrúar hvers árs, vegna keppnisferða ársins á undan.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.

Smelltu hér til að fara á rafrænt umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga

 

Íþróttaslysasjóður

Þann 1. apríl 2002 tók gildi reglurgerð nr. 245/2002 um slysatryggingar íþróttafólks samkv. III kafla almannatryggingalaga.

Íþróttamenn verða eftir sem áður sjúkratryggðir rétt eins og aðrir þegnar landsins.

Sjá nánar hér.

 

Verkefnasjóður ÍSÍ

Sjá nánar hér

 

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður að frumkvæði Íslandsbanka í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2007. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim kleift að stunda íþrótt sína af krafti.

Afrekskvennasjóður

Rannís

Íþróttasjóður

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Umsóknarfrestur er til 1. október ár hvert.

Nánar um íþróttasjóð