Öryggi

Skoðun öryggisbúra-Beiðni á heimasíðu.

Um leið og ég óska keppendum gleðilegs nýs árs vil ég benda á að hægt er að biðja um skoðun á öryggisbúrum á heimasíðu AKÍS. Slóðin er : https://www.akis.is/skodun/ en líka er myndahlekkur sem auðvelt er að finna á heimasíðu sambandsins. Bergur Þorri Benjamínsson framkvæmastjóri AKÍS.  

Lesa meira...

Hertar reglur stjórnvalda

Eins og flestir vita hefur heilbrigðisráðherra nú gefið út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Auglýsingin tók gildi á hádegi, 31. júlí, og gildir til 13. ágúst. Helstu tilmæli sem snerta akstursíþróttir á þessu tímabili: Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðist við 100 fullorðna. Hvar sem fólk kemur saman og í […]

Lesa meira...

Öryggisnefnd AKÍS

Í febrúar á þessu ári var sett á fót Öryggisnefnd AKÍS sem ætlað er að vinni þvert á keppnisgreinar að öryggismálum í víðu samhengi. Nefndin mun vinna náið með keppnisráðum og aðildarfélögum. Í nefndina voru skipuð: Aðalsteinn Símonarson formaður Páll Pálsson Erla Sigurðardóttir Elsa Kr. Sigurðardóttir Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir

Lesa meira...

Skoðun öryggisbúra fyrir keppnistímabilið

Skoðunardagar hafa verið ákveðnir hjá KK, AÍFS og BA 30. maí. Torfærubílar skoðaðir á Egilsstöðum á föstudegi fyrir keppni. Stefnt er að því að öll öryggisbúr verði skoðuð og skráð fyrir fyrstu keppni. Hægt er að skrá skoðun öryggisbúr hér á vef AKÍS.

Lesa meira...

Skoðun öryggisbúra - breytt skipulag

Skoðun öryggisbúra hefur farið ágætlega af stað. Þar sem nú er í gildi samkomubann og nálægðarmörk eru enn tveir metrar er hinsvegar ljóst að laga þarf skipulag að breyttum aðstæðum.  AKÍS hefur því ákveðið að heimsækja keppendur í skúra þeirra og skoða búrin á staðnum.  Verkefnið verður skipulagt út frá landsvæðum, þannig að fyrst verður […]

Lesa meira...

Skoðun öryggisbúra: Föstum skoðunardögum breytt

Skoðun öryggisbúra verður haldið áfram en föstum skoðunardögum verður breytt þannig að gefinn verður ákveðinn tími til að koma með keppnistækið til skoðunar til að fækka þeim sem eru á staðnum eins og hægt er.

Lesa meira...

Skoða á öll keppnistæki með öryggisbúri

Í lok febrúar var fyrsti skipulagði úttektardagur öryggisbúra. Bíljöfur opnaði verkstæði sitt fyrir úttektarmönnum og keppendum. Næstu skoðunardagar hafa verið ákveðnir og hægt að skrá sig hér: 7. mars 2020 á Selfossi - Ljónsstaðir 28. mars 2020 á Akureyri 4. apríl 2020 í Reykjanesbæ 18. apríl 2020 í Reykjavík 9. maí 2020 í Reykjavík Skoða […]

Lesa meira...

Úttektir öryggisbúra

Eins og flestir vita er hafin vinna við úttekt öryggisbúra í keppnistækjum. Sett hefur verið upp tímaáætlun og vonast er til að flest keppnistæki verði komin með fulla skráningu fyrir fyrstu keppnir í sumar. Þann 31. janúar 2020 fóru tilvonandi úttektarmenn AKÍS yfir verkferil við skráningu og voru tekin keppnistæki úr mismunandi greinum. Enn eru […]

Lesa meira...

Fundir með keppendum um öryggisbúrareglur AKÍS

Þann 14. janúar 2020 var haldinn í sal ÍSÍ fundur með keppendum og áhugamönnum um akstursíþróttir um nýþýddar öryggisbúrareglur í akstursíþróttum. Fundinn sóttu um áttatíu manns og í framhaldi af framsögu formanns um málið spunnust fjörugar og málefnalegar umræður út frá þeim spurningum sem fram komu. Kynninguna sem stjórn AKÍS var með er hægt að […]

Lesa meira...