Torfæra er grein akstursíþrótta sem fundin var upp á Íslandi á sjöunda áratugnum og fyrsta formlega torfærukeppnin á Íslandi var haldin í landi Reykjahlíðar í Mosfellssveit hinn 2. maí 1965. Torfæran hefur síðan breiðst út um heim og sérstaklega til annarra Norðurlanda.
Keppt er á nokkrum stuttum brautum sem hver um sig eru erfiðar yfirferðar. Gefin eru stig fyrir að komast alla leið, en dregin frá stig fyrir að snerta hlið eða bakka á leiðinni.
Sumar brautir eru skilgreindar sem tímabrautir og þá fær hraðasta keppnistæki fullt hús stiga (350), en aðrir í hlutfalli við hversu langt frá besta tíma er ekið.