Rallycross er keppni í hraðaakstri fyrir keppnistæki á lokaðri braut. Forkeppni samanstendur af nokkrum umferðum þar sem þeir hröðustu halda áfram í úrslitakeppnina.
Brautin er að hluta malbikuð og að hluta möl. Í hverri umferð þarf hver keppandi að aka að minnsta kosti einu sinni svokallaðan "jóker", sem er lengri leið. Þetta ásamt mikilli náklægð keppnistækja gerir keppnina afar spennandi.
Rallycross er vinsæl hjá byrjendum í akstursíþróttum, þar sem hægt er að komast af með ódýr keppnistæki.
Skýrsla keppnisráðs í Rallycrossi 2022