Öryggi í akstursíþróttum

Eitt meginhlutverk Akstursíþróttasambands Íslands er að gæta öryggis keppenda, starfsmanna og áhorfenda akstursíþrótta. Allt er gert til að keppnir fari fram þannig að áhætta sé lágmörkuð og reynt að koma í veg fyrir slys á fólki.

 

Regluverk

Öryggi er samofið inn í allt skipulag og umgjörð keppna. AKÍS byggir á því góða starfi sem alþjóðaaksturssambandið FIA hefur þrotlaust unnið að í gegnum árin. Öryggi ökumanna bíla og annarra vegfarenda byggir töluvert á tækni sem þróuð hefur verið í akstursíþróttum undir merkjum FIA. 

AKÍS hefur nýlega þýtt meginhluta regluverks FIA (International Sporting Code) sem er Alþjóðleg reglubók FIA. Reglubókin setur strangar reglur um allt skipulag keppna. 

 

Öryggisfulltrúi

Á hverri keppni er starfandi öryggisfulltrúi sem hefur fullt vald til að stöðva keppni ef eitthvað er að öryggi að hans mati.

 

Öryggi keppnistækja

Í keppnistækjum eru sérsmíðuð eða gerðarvottuð öryggisbúr sem uppfylla kröfur sem skilgreindar eru af FIA. Þau eru gerð til að þola högg sem geta orðið ef keppnistækið veltur eða rekst á og vernda þannig ökumenn. 

Sæti eru sérhönnuð til akstursíþrótta og notkun margra punkta öryggisbelta eru yfirleitt skylda.

Skilgreindar eru stærðir og staðsetningar eldsneytistanks og annarra kerfa sem gætu skapað hættu.

 

Persónulegt öryggi keppenda

Keppendur eru með hjálm og margar greinar krefjast búnaðar til að minnka framkast höfuðs við árekstur (HANS eða FHR kerfi). Þeir klæðast einnig eldvörðum galla, hönskum og skóm.

 

Öryggi áhorfenda 

Ávallt er hugað að staðsetningu áhorfendasvæða og þess gætt að þeir séu vel frá mögulegum keppnistækjum sem fara út úr braut eða frákasts steina eða annars frá þeim.

 

Öryggi starfsmanna

Skilgreind eru sérstök öryggissvæði þar sem eingöngu starfsmenn með reynslu og viðeigandi öryggisbúnað eiga erindi inn á.

 

Skoðunarmenn

Á hverri keppni eru skoðunarmenn sem skoða hvert einasta keppnistæki áður en þeim er leyft að hefja keppni. Meðal annars eru keppnistækin bremsuprófuð og ástand öryggisbúra og persónulegs búnaðar keppenda skoðuð.

 

Sjúkrafulltrúar og björgunarsveitir

Á hverri keppni eru sjúkrafulltrúar og eða björgunarsveitir til reiðu ef slys verður á fólki.

 

Fræðsla

AKÍS stendur fyrir fundum með keppendum og stjórnendum þar sem farið er yfir reglur og öryggi keppenda, starfsmanna og áhorfenda.

 

Fréttir um öryggismál

 

Öryggisráð

Hjá AKÍS er starfandi öryggisráð sem er ráðgefandi um öryggismál í þeim greinum sem stundaðar eru innan sambandsins. Ráðið hefur gott samráð við keppnisráð og keppnishaldara, og hugar jafnt að málum er varða keppendur, starfsfólk, áhorfendur, fjölmiðlafólk og almenning.

Skýrsla Öryggisráðs 2022

2022-04-26 - Öryggisráð

2022-03-09 - Öryggisráð

2022-02-09 - Öryggisráð

2021-11-10 - Öryggisráð

2021-10-13 - Öryggisráð

2021-09-16 - Öryggisráð

2021-07-29 - Öryggisráð

2021-06-29 - Öryggisráð

2021-05-06 - Öryggisráð

2021-03-10 - Öryggisráð

2021-02-10 - Öryggisnefnd

2021-01-20 - Öryggisnefnd

2020-11-11 - Öryggisnefnd

2020-10-14 - Öryggisnefnd

2020-09-09 - Öryggisnefnd

2020-08-19 - Öryggisnefnd

2020-06-26 - Öryggisnefnd

2020-06-03 - Öryggisnefnd

2020-04-28 - Öryggisnefnd

2020-02-25 - Öryggisnefnd