Hermiakstur

Gran Turismo 7 og Ísland

Þann 20. apríl 2023 urðu þau tímamót að Polyphony Digital sem gefur út leikinn Gran Turismo, viðurkenndi Ísland sem þjóð eftir að gengið hafði verið frá höfundarréttarmálum. Þó er sá hængur á að hafi keppnisröð og reglur verið gefnar út fyrir þá dagsetningu mun Ísland ekki að finna á lista yfir gjaldgengar þjóðir, heldur aðeins […]

Lesa meira...

IOC kynnir mótaröð í rafíþróttum

IOC kynnir mótaröð í rafíþróttum Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur kynnt fyrirkomulag á mótaröð í rafíþróttum, „Olympic Esports Series 2023“ sem er keppni í rafíþróttum í hermum og með rafrænum hætti á heimsvísu en IOC átti frumkvæðið að mótaröðinni og er hún í samvinnu við alþjóðasérsambönd og leikjaframleiðendur. Búið er að staðfesta að keppt verður í eftirfarandi […]

Lesa meira...

RIG - Hermikappakstur

Helgina 30.-31. janúar fóru fram tvö digital kappakstursmót í tengslum við Reykjavík International Games íþróttahátíðina. 24h Le Mans Á laugardeginum var keppt á hinni sögufrægu Le Mans braut í Frakklandi. 19 ökuþórar frá 4 þjóðum tóku þátt, og óku þeir MLP2 bíl, sem er einn hraðskreiðasti bíll sem hægt er að aka. Ekið var í […]

Lesa meira...

2021 - RIG Digital Motorsport

Nú um helgina er haldið digital kappakstursmót sem hluti af Reykjavík International Games íþróttahátíðinni #RIG21. Keppnin fer fram í gegnum netið og notast er við hermikappaksturs forritið iRacing. Margir af fremstu akstursíþróttamönnum landsins taka þátt, þar á meðal ríkjandi íslandsmeistari í Rallakstri 2020 Gunnar Karl Jóhannesson, og fyrrum Formúlu 3 ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson. Gert […]

Lesa meira...

NEZ mót í hermikappakstri: Race of Vikings

Eftir landsleikinn við Dani í hermikappakstri hefur allt farið á fullt í þessum málum. Í dag kl. 18:00 fer fram NEZ keppni í hermikappakstri á Circuit of the Americas þar sem skráð lið koma frá fimm norðurlöndum. Keppt verður á BMW M8 GTE. Mikill kraftur og ekkert ABS til að trufla! Öflugustu keppendur landanna leiða […]

Lesa meira...

Íslandsmeistaramót AB Varahluta í hermikappakstri 2020 3. umferð

Eftir algerlega ótrúlega spennandi keppni, þar sem barist var um fyrsta sæti hverja einustu sekúndu keppninnar, eru úrslitin ljós. Í forriðli kepptu 6 ökumenn um 4 laus sæti í toppriðli: Marínó Haraldsson Hákon Jökulsson Adrian Marciniak Karl Thoroddsen Geir Logi Þórisson Eyjólfur K.Jónsson Forriðillinn var hörku kappakstur og kom nýr keppandi, Adrian Marciniak sterkur inn […]

Lesa meira...

Karl Thoroddsen fær viðurkenningu á lokahófi RIG

RIG leikunum (Reykjavík International Games) lauk með standandi hátíðarpartýi í nýja anddyri Laugardalshallarinnar. Þar veitti ÍBR viðurkenningar til keppenda sem voru kosin best í hverjum mótshluta fyrir sig. Karl Thoroddsen var okkar maður og valinn besti keppandinn í landsleiknum við Dani í hermikappakstri. Hann ásamt öðrum keppendum í landsliði Íslands var mættur í boði AKÍS […]

Lesa meira...

Íslandsmeitaramótið í Hermikappakstri 2020 er hafið

Fyrstu umferð á Íslandsmeitaramóti í Hermikappakstri 2020 lauk 1. desember 2019. Þetta var hörkuspennandi keppni og mikil dramatík. Nýtt fyrirkomulag kom vel út og var úrslitariðillinn mjög öflugur. Nokkrir árekstrar urðu í úrslitakeppninni og urðu nokkrir að fara í pittinn til að gera við bíla sína. Einn ökumaður hætti keppni snemma vegna skemmda á bíl. […]

Lesa meira...

Ísland Danmörk - Landskeppni í hermikappakstri!

Í fyrsta skipti íþróttasögunnar á Ísland verður haldin landskeppni í rafíþróttum, þegar Ísland og Danmörk etja kappi saman í keppni í hermikappakstri, en þessi keppni er hluti af Reykjavik International Games. Keppnin verður í beinni útsendingu á Twitch (twitch.tv/gtakademian) og einnig á stóra skjánum í Laugardalshöll - ekki missa af því! Keppt verður eftir Reglubók […]

Lesa meira...