Tryggvi sæmdur heiðursmerki ÍSÍ

9.3.2024

Tryggvi M Þórðarson formaður Akstursíþróttasamband Íslands var sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi sambandsins í dag fyrir góð störf í þágu akstursíþrótta á Íslandi.

Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ afhenti Tryggva heiðursviðurkenninguna í upphafs ársþins sambandsins og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.