Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn með okkur. Klukkan 15:00 verður stutt málþing þar sem Íþróttaeldhugi ársins 2023, Guðrún Kristín Einarsdóttir mun segja sögu sína af sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna, þá mun Jónas Hlíðar Vilhelmsson […]
Búið er að birta keppnisdagatal 2025 https://www.akis.is/motahald/keppnisdagatal/
Laugardaginn 9 nóvember fór fram lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands á Akureyri. Á hófinu var tilkynnt um kjör á Akstursíþróttafólki ársins 2024. Það voru þau Karítas Birgisdóttir og Hrafnkell Rúnarsson sem hlutu nafnbótina akstursíþróttafólk ársins 2024. Við óskum þeim innilega til hamingju
Nýjar keppnisgreinareglur í Rally fyrir keppnistímabilið 2025 hafa verið birtar. Sjá nýjar keppnisgreinarreglur í heild sinni á slóðinni: https://reglur.akis.is/Codes/88/View Sjá nýjar reglur fyrir Rally flokk Proto á slóðinni: https://reglur.akis.is/Codes/87/View Sjá nýjar reglur fyrir Rally flokk E á slóðinni: https://reglur.akis.is/Codes/89/View Nýjar Keppnisgreinarreglur fyrir rally 2025 taka gildi frá og með 12.11.2024.
ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS Íslendingar eru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2024. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu. Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða til 5. desember á vefslóðinni https://isi.is/fraedsla/ithrottaeldhugi-2024/. Leitað er eftir […]
Þann 4. nóvember næstkomandi stendur Íþróttamannanefnd ÍSÍ fyrir námskeiði um gervigreind og hvernig hún getur nýst afreksfólki í sinni íþrótt. Skráning fer fram hér en skráningu lýkur 1. nóvember. Magnús Smári Smárason mun sjá um námskeiðið en hann er fjölhæfur sérfræðingur með bakgrunn í neyðar- og viðbragðsþjónustu, lögfræði og gervigreind. Sem virkur íþróttamaður frá barnæsku hefur hann […]
Núna þessa daganna eru að fara fram Motorsport Games 2024. Keppni á milli þjóða. Alls eru í kringum 700 keppendur skráðir á leikanna í tuttugu og tveim keppnisgreinum. Keppnin að þessu sinni fer fram í Valencia á Spáni. Við hjá Akstursíþróttasambandinu erum að taka þátt í leikunum í annað skipti. Þetta árið með tvö […]
Styrkveitingar sem bárust Stjórn AKÍS óskaði eftir umsóknum vegna styrkveitingar. Alls bárust tvær styrktarumsóknir til barna og unglingastarfs: Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar - Kappaksturshermir Bílaklúbbur Akureyrar - Ökunámskeið í Rallycrossi (kaup á öryggisbúnaði) Til tækja og uppbyggingar bárust sex umsóknir: Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar - Kaup á talstöðvabúnaði Kvartmíluklúbburinn - Upptöku og útsendingarbúnaður Torfæruklúbburinn -Kaup á hátalarakerfi Bílaklúbbur Akureyrar […]
Netkosning: Akstursíþróttafólk ársins 2024! Tilnefningar keppnisráða til akstursíþróttafólks ársins 2024 Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu sem finna má hér eða neðst í þessari færslu, þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði sitt einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð hefur tilnefnt. Netkosningu lýkur á miðnætti 1. nóvember n.k. Tilnefning frá […]