Skoðun öryggisbúra - breytt skipulag

11.4.2020

Skoðun öryggisbúra hefur farið ágætlega af stað. Þar sem nú er í gildi samkomubann og nálægðarmörk eru enn tveir metrar er hinsvegar ljóst að laga þarf skipulag að breyttum aðstæðum. 

AKÍS hefur því ákveðið að heimsækja keppendur í skúra þeirra og skoða búrin á staðnum. 

Verkefnið verður skipulagt út frá landsvæðum, þannig að fyrst verður óskað eftir skráningu á þeim búrum sem menn vilja nota á komandi keppnistímabili og í framhaldi ákveðnir skoðunardagar þar sem haft verður samband við keppendur á ákveðnu svæði og farið og skoðuð öryggisbúr í skúrum þeirra.

Þannig förum við eftir öllum reglum um öryggi sem þarf á tímum Covid-19.

Vinsamlega skráðu þig í skoðun hér á vef AKÍS.