Sindratorfæran um Helgina Flugbjörgunarsveitin á Hellu og AÍNH halda keppnina í 48. skiptið á akstursíþróttasvæði sínu rétt austan við Hellu. Keppnin er liður í íslandsmeistaramótinu í torfæru en 1 og 2 umferðin fara fram að þessu sinni. Keppnin hefst kl 11 báða daga. Eknar verða 6 brautir hvorn dag í sandbrekkum ánni og mýrinni. Síðastliðin […]
Öryggisfulltrúa námskeið AKÍS verður haldið mánudaginn 2 maí kl 19:30. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Það er öryggisráð sem heldur þetta námskeið og við hvetjum alla sem eru að starfa sem öryggisfulltrúar ásamt þeim sem hafa áhuga á því starfi að endilega að skrá sig. Skráning er hafin: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScqOa7yAGOl5G41co0h2pnOSU5zwqiTfoed5PEMo78O9vIC6Q/viewform
Dómnefndar námskeið AKÍS verður haldið laugardaginn 23 apríl kl 13:00 og mánudaginn 25 apríl kl 20:00 Þetta námskeið eru tveir dagar. Námkeiðið er haldið á netinu í gegnum Zoom. Skráning á námskeiðið fer fram hér. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast störfum dómnefndar. Komdu og vertu með.
Keppnisstjóra námskeið AKÍS verður haldið á fimmtudaginn 7 Apríl kl 20:00. Námskeiðið er haldið á netinu í gegnum Zoom. Skráning er hafin: https://docs.google.com/.../1FAIpQLSckIk5hO1MQMV.../viewform Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga að kynnast störfum keppnisstjóra. Komdu og vertu með
Við hjá Akstursíþróttasambandi Ísland erum að leita eftir aðilum til að sinna öryggismálum í akstursíþróttum. Innan AKÍS starfar öryggisráð sem vinnur í að byggja upp betra öryggi í kringum allar keppnisrgreinar á vegum sambandsins. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í þessu ráði er bent á að hafa samband á netfangið akis@akis.is
Akstursíþróttasamband Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sem hefur áhuga, getu og drifkraft til að leiða daglegan rekstur félagsins. Starfshlutfallið er umsemjanlegt 75-100%. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á frumkvæði, lausnamiðað viðhorf og ríka samskiptahæfni. Starfsvettvangur AKÍS er allt landið. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn sambandsins […]
Lokaumferð Íslandsmeistaramótsins í Hermikappakstri lauk á laugardaginn. Keppt var á hinni frægu keppnisbraut SPA í Belgíu, tólf keppendur tóku þátt í þessari umferð á formula 3 bílum. Það var Karl Thoroddsen sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni. Þeir sem voru í efstu þremur sætunum í þessari keppni voru: Karl Thoroddsen Hákon Jökulsson Heiðar […]
Tíunda ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag. Framboð til formanns barst frá Helgu Katrínu Stefánsdóttur og var hún þá sjálfkjörin. Í stjórn var kjörin til næstu tveggja ára þeir Halldór Viðar Hauksson, Aðalsteinn Símonarson, Halldór Jóhannsson. Í varastjórn voru kosnir Jóhann Egilsson, Sigurjón Andersen, og Sigfús B Sverrisson Í stjórn sitja áfram þau Aðalbjörg […]
Stjórn AKÍS hefur samþykkt breytingu á keppnisdagatali 2022. Torfærukeppni sem er skráð hjá Kvartmíluklúbbnum sunnudaginn 22 maí mun færast yfir á laugardaginn 21. maí. Brautardagur Kvartmíluklúbbsins sem var skráður á laugardeginum 21 maí færist yfir á sunnudaginn 22 maí.