Sindratorfæran um helgina

Sindratorfæran um Helgina Flugbjörgunarsveitin á Hellu og AÍNH halda keppnina í 48. skiptið á akstursíþróttasvæði sínu rétt austan við Hellu. Keppnin er liður í íslandsmeistaramótinu í torfæru en 1 og 2 umferðin fara fram að þessu sinni. Keppnin hefst kl 11 báða daga. Eknar verða 6 brautir hvorn dag í sandbrekkum ánni og mýrinni. Síðastliðin […]

Lesa meira...

Öryggisfulltrúa námskeið

Öryggisfulltrúa námskeið AKÍS verður haldið mánudaginn 2 maí kl 19:30. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Það er öryggisráð sem heldur þetta námskeið og við hvetjum alla sem eru að starfa sem öryggisfulltrúar ásamt þeim sem hafa áhuga á því starfi að endilega að skrá sig.   Skráning er  hafin: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScqOa7yAGOl5G41co0h2pnOSU5zwqiTfoed5PEMo78O9vIC6Q/viewform

Lesa meira...

Dómnefndar námskeið

Dómnefndar námskeið AKÍS verður haldið laugardaginn 23 apríl kl 13:00 og mánudaginn 25 apríl kl 20:00 Þetta námskeið eru tveir dagar. Námkeiðið er haldið á netinu í gegnum Zoom. Skráning á námskeiðið fer fram hér.   Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast störfum dómnefndar. Komdu og vertu með.

Lesa meira...

Keppnisstjóra námskeið

Keppnisstjóra námskeið AKÍS verður haldið á fimmtudaginn 7 Apríl kl 20:00. Námskeiðið er haldið á netinu í gegnum Zoom. Skráning er hafin: https://docs.google.com/.../1FAIpQLSckIk5hO1MQMV.../viewform Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga að kynnast störfum keppnisstjóra. Komdu og vertu með

Lesa meira...

Öryggisráð

Við hjá Akstursíþróttasambandi Ísland erum að leita eftir aðilum til að sinna öryggismálum í akstursíþróttum. Innan AKÍS starfar öryggisráð sem vinnur í að byggja upp betra öryggi í kringum allar keppnisrgreinar á vegum sambandsins. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í þessu ráði er bent á að hafa samband á netfangið akis@akis.is

Lesa meira...

Framkvæmdastjóri óskast

Akstursíþróttasamband Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sem hefur áhuga, getu og drifkraft til að leiða daglegan rekstur félagsins. Starfshlutfallið er umsemjanlegt 75-100%. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á frumkvæði, lausnamiðað viðhorf og ríka samskiptahæfni. Starfsvettvangur AKÍS er allt landið. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn sambandsins […]

Lesa meira...

Hermikappakstur 2022

Lokaumferð Íslandsmeistaramótsins í Hermikappakstri lauk á laugardaginn. Keppt var á hinni frægu keppnisbraut SPA í Belgíu, tólf keppendur tóku þátt í þessari umferð á formula 3 bílum. Það var Karl Thoroddsen sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni.   Þeir sem voru í efstu þremur sætunum í þessari keppni voru: Karl Thoroddsen Hákon Jökulsson Heiðar […]

Lesa meira...

Ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag.

Tíunda ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag. Framboð til formanns barst frá Helgu Katrínu Stefánsdóttur og var hún þá sjálfkjörin. Í stjórn var  kjörin til næstu tveggja ára þeir Halldór Viðar Hauksson, Aðalsteinn Símonarson, Halldór Jóhannsson. Í varastjórn voru kosnir Jóhann Egilsson, Sigurjón Andersen, og Sigfús B Sverrisson Í stjórn sitja áfram þau Aðalbjörg […]

Lesa meira...

Breyting á keppnisdagatali 2022

Stjórn AKÍS hefur samþykkt breytingu á keppnisdagatali 2022. Torfærukeppni sem er skráð hjá Kvartmíluklúbbnum sunnudaginn 22 maí mun færast yfir á laugardaginn 21. maí. Brautardagur Kvartmíluklúbbsins sem var skráður á laugardeginum 21 maí færist yfir á sunnudaginn 22 maí.

Lesa meira...