Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið ráðinn

30.5.2022

Bergur Þorri Benjamínsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aksturíþróttasambands Íslands (AKÍS). Bergur hefur störf hjá sambandinu þann 1. júní n.k. 

Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður þingflokks hjá Alþingi. Þar áður starfaði hann sem starfandi stjórnarformaður Sjálfsbjargar og Sjálfsbjargarheimilisins.

 Bergur er með diplóma nám á meistara stigi í kennslufræðum frá Háskólanum  á Akureyri. Hann lauk auk þess BSc gráðu í viðskiptafræði frá sama háskóla.

Hann hefur einnig lokið alþjóðlegu leiðtoganámskeiði á vegum Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.

Bergur hefur setið sl 4 ár í stjórn Íslenskrar Getspár.

Stjórn Akís gekk frá ráðningu á Bergi Þorra á dögunum.

„Við erum spennt að fá Berg til liðs við okkur en hann hefur mikla þekkingu af rekstri félagasamtaka og góðar tengingar inn bæði stjórnkerfið og íþróttahreyfinguna og alþjóðlega reynslu sem mun nýtast okkur vel. Við hlökkum til spennandi tíma með Bergi á næstunni“ segir Helga Katrín Stefánsdóttir formaður stjórnar AKÍS.