Stór keppnishelgi framundan.

10.6.2022

Um þessa helgi 10.-12. júní verða 3 keppnir í gangi.

Í dag föstudag er það Orku Rally keppnin á Suðurnesjunum sem AÍFS heldur. Fyrsta sérleið hefst kl 17:00 í dag en það er Nikkel við Keflavíkurveginn. Ekið verður Keflavíkurhöfn sem er góð áhorfenda leið kl 20:40.

Laugardaginn 11. verður kappakstur á svæði Kvartmíluklúbbsins við Álfellu í Hafnarfirði.
Á sunnudeginum verður svo Rallykross á svæði AÍH í Kapelluhrauni.

Nánari upplýsingar um Rally eru á : https://www.facebook.com/aifsud um kappakstur hjá: https://www.facebook.com/kvartmila og Rallycross eru á : https://www.facebook.com/aihsport

Veðurspáin fyrir helgina er góð og því ættu allar keppnir að geta farið fram.

Akís hvetur allt áhugafólk um mótorsport að koma á keppni og styðja sína keppendur.