Yfirlýsing frá stjórn AKÍS

17.5.2022

 

 

 

Reykjavík 17.maí 2022

 

Yfirlýsing frá stjórn AKÍS vegna umræðu um upptökur og útsendingar frá torfærukeppnum

 

Undanfarna daga hefur farið fram óvægin og oft á tíðum mjög villandi umræða á samfélagsmiðlum um keppnishald og útsendingar frá torfærukeppnum. Stjórn AKÍS fordæmir þessa umræðu og fer fram á að fólk sem ekki er með alla þætti málsins á hreinu láti vera að blanda sér í umræðuna og gefi þeim sem þessum málum ráða tækifæri til að klára sína vinnu. Viðræður eru í gangi og vonir standa til að farsæl niðurstaða fyrir alla aðila liggi fyrir á allra næstu dögum.

Varðandi keppni Kvartmíluklúbbsins, sem átti að fara fram 21. maí næstkomandi, er rétt að taka eftirfarandi fram. Ástæðan fyrir því að hún er felld niður er að einungis 5 keppendur skráðu sig og það er undir þeim lágmarksfjölda sem reglur kváðu á um til að keppnin yrði haldin. Viðræður aðila um útsendingar stóðu yfir þegar skráningarfresti lauk, og keppnishaldari vann að undirbúningi keppninnar. Allt tal um svik eða vanefndir af hálfu Kvartmíluklúbbsins eða annarra vegna þessarar keppni eru einfaldlega ekki réttar.

Það er von stjórnar AKÍS að allir sameinist um öflugt starf í akstursíþróttum á Íslandi með uppbyggilegri umræðu og jákvæðu hugarfari.