Um komandi helgi 25.-26. júní verður Íslandsmót í Rally hjá BÍKR og Brautardagur (æfing) hjá Kvartmíluklúbnum í gangi.
Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í Rally fer fram á laugardaginn. Eknar verða leiðir um Uxahryggi og Kaldadal. Fyrsti bíll mun hefja akstur kl 9 á Kaldadalsleið og áæltuð keppnislok eru kl 15:00 sama dag. Alls eru 11 áhafnir skráðar til leiks að þessu sinni og búist er við harðir baráttu á milli manna.
Kvartmíluklúbburinn mun halda brautardag (Test and Tune) á laugardaginn á svæði Kvartmíluklúbbsins við Álfhellu í Hafnarfirði frá kl 10:00 - 17:00 öllum velkomið að koma á æfingu.
Veðurspáin fyrir helgina er góð og því ættu allar keppnir að geta farið fram.
Akís hvetur allt áhugafólk um mótorsport að koma á keppni og styðja sína keppendur.