Nýlega tilkynntu iRacing og FIA um samstarf þeirra á milli varðandi nýtt keppnisform. Þar er um að ræða svæðisbundna keppni svonefnda, FIA F4 Esport Regional tour, sem verður í boði fyrir alla skráða notendur iRacing. Keppninni verður skipt upp í 4 svæði og hefst keppnin í Evrópudeildinni seinna á þessu ári. Sjá nánar í frétt […]
Komið hefur boð í gegnum FIA Esport Commission frá Digital Autosport of Automobile Federation of Ukraine, um þátttöku í tveimur keppnum að tilefni þjóðhátíðardags Úkraínu þann 24. ágúst 2023 n.k. Keppt verður annarsvegar í Gran Turismo 7, þann 24. ágúst og daginn eftir verður svo keppt í iRacing. Þátttökugjald er ekkert. Nánari upplýsingar um keppnir […]
Nú um daginn auglýsti FIA þrjár spennandi stöður lausar til umsóknar hjá þeim. Nánari upplýsingar um stöður má sjá hér að neðan : - FIA Head of Operational Safety - FIA Head of Safety Equipment Homologation - FIA Head of Project Management Office Við hvetjum alla áhugasama að senda umsókn sína til umsjónaraðila hvers starfs.
IOC kynnir mótaröð í rafíþróttum Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur kynnt fyrirkomulag á mótaröð í rafíþróttum, „Olympic Esports Series 2023“ sem er keppni í rafíþróttum í hermum og með rafrænum hætti á heimsvísu en IOC átti frumkvæðið að mótaröðinni og er hún í samvinnu við alþjóðasérsambönd og leikjaframleiðendur. Búið er að staðfesta að keppt verður í eftirfarandi […]
Ársþing AKÍS fer fram n.k laugardag í sal Café Easy á 1. hæð Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Dagskrá er samkvæmt lögum AKÍS. Kominn eru fram 5 framboð í 3 sæti í stjórn og alls 7 framboð í 2 sæti varmanns auk þess er komið fram framboð í sæti formanns. Að auki þarf að skipa í tvo […]
Reglugerðir hafa nú breyst og því þarf að breyta þeim á vefnum. Slóðir á nýjar reglugerðir eru: Reglugerð um keppnisráð AKÍS https://reglur.akis.is/Codes/20/View Reglugerð AKÍS um keppnishald https://reglur.akis.is/Codes/18/View Báðar voru þessar reglugerðir gefnar út í dag, 3.3.2023 og taka strax gildi.
Helga Katrín Stefánsdóttir hefur sagt sig frá embætti formanns Akstursíþróttasambands Íslands. Varaformaður sambandsins, Baldvin Hansson, tekur við hennar hlutverki og skyldum fram að ársþingi sem haldið verður 18. mars næstkomandi. Hann mun, ásamt stjórn, gera allt sem hægt er til að tryggja samfellu í störfum AKÍS með hagsmuni iðkenda og aðildarfélaga að leiðarljósi. Nýr formaður […]
Ársþing Akstursíþróttasambands Íslands verður haldið laugardaginn 18. mars 2023. Tilkynningar um framboð til formanns - og stjórnarkjörs skulu berast stjórn AKÍS eigi síðar en þremur vikum fyrir ársþing, þ.e. 25. febrúar. nk. Framboð skulu vera send á akis@akis.is
Afreksbúðir ÍSÍ eru ætlaðar ungmennum á aldrinum 15-18 ára (árgangar 2004-2007) Á hverju ári heldur ÍSÍ afreksbúðir fyrir ungmenni til að ná enn betri árangri í sínum íþróttagreinum. Þann 4. mars næstkomandi verður fyrirlestur um það hvernig sjálfsþekking eykur líkurnar á að ná árangri. Sigrún Fjeldsted, fyrrum afrekskona í spjótkasti, námsráðgjafi og markþjálfi heldur þann […]