Karl Thoroddsen fær viðurkenningu á lokahófi RIG

3.2.2020

RIG leikunum (Reykjavík International Games) lauk með standandi hátíðarpartýi í nýja anddyri Laugardalshallarinnar. Þar veitti ÍBR viðurkenningar til keppenda sem voru kosin best í hverjum mótshluta fyrir sig.

Karl Thoroddsen var okkar maður og valinn besti keppandinn í landsleiknum við Dani í hermikappakstri. Hann ásamt öðrum keppendum í landsliði Íslands var mættur í boði AKÍS til að taka á móti viðurkenningunni og njóta léttra veitinga.