NEZ mót í hermikappakstri: Race of Vikings

29.4.2020

Eftir landsleikinn við Dani í hermikappakstri hefur allt farið á fullt í þessum málum. Í dag kl. 18:00 fer fram NEZ keppni í hermikappakstri á Circuit of the Americas þar sem skráð lið koma frá fimm norðurlöndum. Keppt verður á BMW M8 GTE. Mikill kraftur og ekkert ABS til að trufla!
Öflugustu keppendur landanna leiða saman hesta sína og má búast við mikilli baráttu, þar sem óvenju margir bílar keyra á brautinni í einu. Margir keppendanna koma úr heimi hermiaksturs, en einnig eru þarna keppendur með raunverulega reynslu í alvöru brautum.
Keppnin fer fram eftir öllum reglum FIA með dómnefnd og strangri keppnisstjórn.
Hér eru nánari upplýsingar um keppnina.