Netkosning: Akstursíþróttafólk ársins 2023!

Tilnefningar keppnisráða til akstursíþróttafólks ársins 2023 Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu sem finna má hér eða neðst í þessari færslu, þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði sitt einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð hefur tilnefnt. Netkosningu lýkur á miðnætti 1. nóvember n.k.   Tilnefning frá keppnisráði í Drifti. Fabian Dorozinski-Drift-Karlar. Fabian […]

Lesa meira...

FIA F4 Esports Regional Tour

Nýlega tilkynntu iRacing og FIA um samstarf þeirra á milli varðandi nýtt keppnisform. Þar er um að ræða svæðisbundna keppni svonefnda, FIA F4 Esport Regional tour, sem verður í boði fyrir alla skráða notendur iRacing. Keppninni verður skipt upp í 4 svæði og hefst keppnin í Evrópudeildinni seinna á þessu ári. Sjá nánar í frétt […]

Lesa meira...

Hermikappakstur í Úkraínu

Komið hefur boð í gegnum FIA Esport Commission frá Digital Autosport of Automobile Federation of Ukraine, um þátttöku í tveimur keppnum að tilefni þjóðhátíðardags Úkraínu þann 24. ágúst 2023 n.k.   Keppt verður annarsvegar í Gran Turismo 7, þann 24. ágúst og daginn eftir verður svo keppt í iRacing. Þátttökugjald er ekkert. Nánari upplýsingar um keppnir […]

Lesa meira...

Störf innan FIA

Nú um daginn auglýsti FIA þrjár spennandi stöður lausar til umsóknar hjá þeim. Nánari upplýsingar um stöður má sjá hér að neðan : - FIA Head of Operational Safety - FIA Head of Safety Equipment Homologation - FIA Head of Project Management Office Við hvetjum alla áhugasama að senda umsókn sína til umsjónaraðila hvers starfs.

Lesa meira...

Námskeið fyrir keppnisstjóra og dómnefndir

Til að ljúka námskeiðum fyrir keppnisstjóra og dómnefndarmenn þurfa þátttakendur að sitja eilítið próf, en búið er að halda eitt slíkt í Reykjavík og annað á Akureyri. Nú hefur verið ákveðið að halda aftur prófkvöld í Reykjavík, fimmtudaginn 6. júlí 2023 á skrifstofu AKÍS að Engjavegi 6 í Laugardal. Eins og áður þá verða þetta […]

Lesa meira...

Íslandsmót í nákvæmnissparakstri rafbíla

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmót í nákvæmnissparakstri rafbíla, en það er sambland af nákvæmisakstri og sparakstri. Leyfðar bifreiðar eru knúnar vetni eða rafmagni einvörðungu. Nákvæmnisakstur er akstur þar sem ekið er eftir leiðarbók ákveðin leið og ákveðna hluta leiðarinnar þarf að aka á ákveðnum hraða. Síðan er tími tekinn á ákveðnum stöðum á […]

Lesa meira...

Starfsmaður

Stjórn AKÍS hefur ráðið Björgvin Jónsson til starfa á skrifstofunni. Björgvin er viðskiptafræðingur frá Háskóla Ísland og masters próf í fjármálum fyrirtækja (e. Corporate Finance) frá Bocconi School of Management í Mílanó á Ítalíu. Hefur hann komið víða við á ferlinum, en sem stendur er hann í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Hjólreiðasambands Íslands og nú einnig […]

Lesa meira...

Námskeið fyrir keppnisstjóra og dómnefndir

Námskeiðum þessum lýkur með raunfundi þar sem verður krossapróf. Þeir sem eru á dómnefndarnámskeiðinu þurfa að auki að skrifa upp úrskur/dóm. Eftir þetta verður farið fyrir svörin og þau rædd ásamt almennum umræðum. Raunfundir þessir verða sem hér segir: 8. júní 2023 í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg í Laugardal. 11. júní 2023 í húskynnum BA […]

Lesa meira...

Námskeið fyrir keppnisstjóra

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir keppnisstjóra í keppnum hjá AKÍS. Eins og með dómnefndarnámskeiðin, þá er það með nýju sniði. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast og taka þátt í störfum keppnisstjóra. Þeir sem skrá sig fá tengil í myndbönd þar sem farið er yfir námsefnið og […]

Lesa meira...