Fram að næsta ársþingi verður gerð sú tilraun að hafa skrifstofu AKÍS opna alla virka daga milli 9-16. Framkvæmdastjóri er við á þessum tíma nema annað sé tekið fram. Einnig verður skrifstofan opin frá 12-18 þá daga sem eru stjórnarfundir. Keppendur svo og félagsmenn allir eru velkomnir í spjall á skrifstofu AKÍS Engjavegi 6 á […]
Nýtt veftól sem hægt er að nota við setningu og uppfærslu á reglum hefur verið bætt við á vefsíðu AKÍS. Þar er hægt að bera saman gildandi og eldri reglur með skýrum og auðveldum hætti. Eins er hægt að stilla framsetningu sé verið að skoða reglurnar í síma, spjald- eða borðtölvu. Hægt er að vafra […]
Um leið og ég óska keppendum gleðilegs nýs árs vil ég benda á að hægt er að biðja um skoðun á öryggisbúrum á heimasíðu AKÍS. Slóðin er : https://www.akis.is/skodun/ en líka er myndahlekkur sem auðvelt er að finna á heimasíðu sambandsins. Bergur Þorri Benjamínsson framkvæmastjóri AKÍS.
Allar keppnisgreinareglur 2023 hafa verið birtar á heimasíðu Akstursíþróttasambands Íslands. Hægt er að sjá allar keppnisreglur á https://www.akis.is/reglubokin/
Akís færir öllum keppendum, sjálfboðaliðum áhorfendum svo og landsmönnum öllum gleðilegar jólakveðjur og von um farsæld á komandi ári.
Þessa helgina er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagur FIA haldin út um allan heim. Við hjá Akstursíþróttasambandinu viljum koma þökkum til allra þeirra sem hafa unnið í kringum akstursíþróttir. Á lokahófi sambandsins þann 5. nóvember veitum við viðurkenningar til sjö sjálfboðaliða sem voru tilnefndir af aðildarfélögum sambandsins. Í ár hlaut Hrefna Björnsdóttir í Bílaklúbbi Akureyrar nafnbótina sjálfboðaliði ársins […]
Keppnisdagatal 2023 hefur verið birt á vef sambandsins. Keppnisdagatal 2023
Síðast liðinn laugardag var haldið glæsilegt lokahóf á Reykjavik Natura - Berjaya Iceland Hotels. Þar voru allir Íslandsmeistarar tímabilsins krýndir, sjálfboðaliðar heiðraðir, en sjálfboðaliði ársins var valinn Hrefna Björnsdóttir. Akstursíþróttafólk ársins var einnig útnefnt en þau Gunnar Karl Jóhannesson og Bergþóra Káradóttir, hlutu titlana Akstursíþróttakona og Akstursíþróttakarl ársins, 2022.