Yfirlýsingar

Yfirlýsingar

Hér eru samþykktar yfirlýsingar Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) sem ætlað er að útskýra vafaatriði og upplýsa um almennar ákvarðanir hennar

Verðskrá: Brautarúttekt v. reglugerðar

Gjald fyrir svæðisskoðunarheimild er engöngu fyrir „keppnisgjöld“ (gjald fyrir umsögn um keppni) alls tímabilsins. Þar sem brautarskoðun fer fram með heimsókn nefndarmanna og formlegri útgáfu skjals skal taka gjald fyrir.

Nýliðakeppni í rally

Vegna "nýliða" keppni í rally hefur AKÍS ákveðið að eftirfarandi skilgreining eigi við um nýliða.

Þeir teljast nýliðar sem ekki hafa keppt í rally frá því að Akstursíþróttanefnd ÍSÍ / LÍA var stofnuð, svo og þeir sem kepptu í rally áður en nefndin var stofnuð, en fengu ekki stig til Íslandsmeistara.

Hestaflamæling keppnistækja

AKÍS hefur ákveðið að á meðan ekki eru til vélrænar lausnir (svokallaður dynobekkur) á Íslandi til að mæla hestaflatölu vélar bifreiða, muni rafræn lausn Björgvins Benediktssonar hjá Marel hf og byggir á GPS tækni ásamt og hröðunarmælingu verða tekin sem rétt og gild mæling hestafla.

Samþykkt á fundi 6. júni 2012

Keppnir sem AKÍS mun ekki skipta sér af

Þó AKÍS hafi óumdeilda heimild til umsjónar og heimildar með öllum akstursíþróttum sem undir hana falla, þá mun nefndin að svo komnu máli, ekki koma að keppnum þar sem lögregluyfirvöld og ráðuneyti akstursíþrótta telja að þurfi ekki sérstaka undanþágu frá almennum umferðarlögum og eða eru ekki tilgreindar sérstaklega í reglugerð um akstursíþróttir 507/2007.

Samþykkt á fundi 6. júni 2012

Yfirskoðunarmaður

AKÍS skipar Hjalta Bjarnfinnsson í embætti yfirskoðunarmanns.