Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta 2017

11.11.2017

Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta fór fram í fundarsal ÍSÍ 11. nóvember 2017.

Krýndir voru íslandsmeistarar í öllum greinum akstursíþrótta.

Eftir tilnefningar frá keppnisráðum einstakra greina og netkosningu kaus Formannafundur AKÍS eina konu og einn karl sem Akstursíþróttamenn ársins.

 

Akstursíþróttakona ársins 2017 – Emilía Rut Hólmarsdóttir Olsen - AÍFS

 

Akstursíþróttamaður ársins 2017 – Ragnar Skúlason - AÍH

Þessi tvö eru tilnefnd af AKÍS til kjörs íþróttamanns ársins 2017.

 

Íslandsmeistarar 2017

Grein Nafn Félag Stig
Drift - Götubílaflokkur Alexander Sigurðsson AÍH 588
Drift - Minni götubílar Jökull Atli Harðarson AÍH 574
Go-Kart Ragnar Skúlason AÍH 80
Rally – Aðstoðarökumenn AB Varahlutaflokkurinn Emilía Rut Hólmarsdóttir Olsen AÍFS 87
Rally – Aðstoðarökumenn flokkur B Hjalti Snær Kristjánsson BÍKR 81
Rally – Aðstoðarökumenn heildin Anton Líndal AÍH 68.5
Rally – Ökumenn AB Varahlutaflokkurinn Ragnar Bjarni Gröndal AÍFS 87
Rally – Ökumenn flokkur B Baldur Arnar Hlöðversson BÍKR 81
Rally – Ökumenn heildin Fylkir A. Jónsson AÍH 68.5
Rallycross – 2000 flokkur Eiríkur Kristjánsson AÍFS 74
Rallycross – 4WD króna Trausti Guðfinnsson AÍH 77
Rallycross – Unglingaflokkur Arnar Freyr Viðarsson AÍH 60
Rallycross – Opinn flokkur Ágúst Aðalbjörnsson AÍFS 57
Kvartmíla OF Harry Þór Hólmgeirsson KK 377
Kvartmíla ST Ingimar Baldvinsson KK 377
Kvartmíla TS Hilmar Jacobsen KK 272
Götuspyrna 8 cyl. standard Stefán Örn Steinþórsson BA 272
Sandspyrna – Jeppar Númi Aðalbjörnsson TKS 210
Sandspyrna – Opinn flokkur Kristján Hafliðason KK 288
Tímaat – Opinn götubílaflokkur Brynjar Smári Þorgeirsson KK 68
Tímaat – Breyttir götubílar Tómas H. Jóhannesson KK 93
Tímaat – Götubílar Símon Helgi Wiium KK 75
Torfæra – Götubílar Ragnar Skúlason AÍH 90
Torfæra – Sérútbúnir Guðmundur Ingi Arnarsson TKS 86

 

Akstursíþróttakona ársins 2017 – Emilía Rut Hólmarsdóttir Olsen - AÍFS

Emilía Rut er á sínu fyrsta ári sem aðstoðarökumaður í AB varahlutaflokknum í Rally með Ragnari Bjarna Gröndal og tóku þau þátt í öllum keppnum ársins.  Í fyrstu keppni lentu þau í fimmta sæti en settu síðan í fluggírinn og sigruðu þrjár keppnir í röð.

Mikill barátta var í þessum flokk í sumar og voru að meðaltali 10 bílar skráðir í flokkinn í hverju ralli.

Eftir að Íslandsmeistaratitill var í húsi var ákveðið að færa sig upp um flokk og keyptur öflugur túrbó 4x4 Lancer og lentu þau í öðru sæti í sinni fyrstu keppni í erfiðu og krefjandi næturally.

Emilía Rut er einnig öflug í keppnishaldi akstursíþrótta og hefur starfað við Rall, Rallycross og Torfæru. Emilía Rut er stjórnarmaður í AÍFS og í varastjórn ÍRB.

Öll framkoma og hegðun hennar er öðrum keppendum gott fordæmi.

 

Akstursíþróttamaður ársins 2017 – Ragnar Skúlason - AÍH

Ragnar er þekkt nafn í mótorsporti hér á landi. Hann byrjaði að keppa í Torfæru um 1990 á Galdragul og á allnokkra Íslandsmeistaratitla frá þeim tíma.

Ragnar er útnefndur akstursíþróttamaður ársins 2017 fyrir frábæran árangur í sumar. Ragnar náði Íslandsmeistaratitli í tveimur greinum á þessu keppnistímabili. Ragnar hefur verið aðaldriffjöðurin í GoKart undanfarin ár og hann varði Íslandsmeistaratitilinn í GoKart. Auk þess náði hann Íslandsmeistaratitli í Götubílaflokki Torfæru þrátt fyrir að hafa tekið langt hlé og ekki keppt í torfæru í mörg ár.

 

Myndir frá verðlaunaafhendingu