Akstursíþróttasamband Íslands!

Hraði - Stjórnun - Öryggi

Við þráum að upplifa spennu og hraða við ystu þolmörk ökumanns og tækis, þar sem sannur andi akstursíþrótta byggir á tækni, þekkingu og samvinnu og þar sem reglur og búnaður tryggja öryggi áhorfenda, starfsmanna og keppenda.

Akstursíþróttasamband Íslands er samband íþróttafélaga sem stunda akstursíþróttir bifreiða á fjórum hjólum.

FIA - Alþjóða Akstursíþróttasambandið

Með aðild að FIA er AKÍS tengiliður Íslands við alþjóðlegar akstursíþróttir. Þaðan koma reglur og þekking á öryggisstöðlum. Auk þess skapar aðildin möguleika fyrir íslenska akstursíþróttamenn að sækja keppnir á erlendri grund ásamt því að halda alþjóðlegar keppnir á Íslandi.

ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

AKÍS er eitt af sérsamböndum innan ÍSÍ og þannig virkur þátttakandi í öflugu íþróttastarfi á Íslandi.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í akstursíþróttum er fyrsta skrefið að hafa samband við það akstursíþróttafélag sem næst þér er:

AÍFS - Akstursíþróttafélag Suðurnesja
AÍH - Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar
BA - Bílaklúbbur Akureyrar
BÍKR - Bífreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur
BS - Bílaklúbbur Skagafjarðar
KK - Kvartmíluklúbburinn
Start - Akstursíþróttafélagið Start
Stimpill - Stimpill Akstursíþróttafélag
TKS - Torfæruklúbbur Suðurlands

Þær greinar akstursíþrótta sem stundaðar eru á Íslandi eru:

Drift - þar sem bílar eru látnir drifta spólandi í gegnum beygjur og eru gefin stig fyrir línur, gráður og stíl.
GoKart - er brautarkeppni sem er upplögð fyrir byrjendur. Þar gilda svipaðar reglur og í Formulu 1 - helsti munurinn er að bílarnir eru mun minni og eitthvað kraftminni.
Rally - er kappakstur á lokuðum sérleiðum sem eru hluti af vegakerfi landsins. Bílar eru ræstir í röð með hálfa til eina mínútu milli keppenda. Sá vinnur sem keyrir hraðast!
Rallycross - er kappakstur á braut þar sem keppendur eru ræstir á sama tíma. Árekstrar eru tíðir og keppnin oft gríðarlega spennandi. Keppt er í nokkrum flokkum og er aðgengilegt að byrja t.d. með því að kaupa sér bíl úr krónuflokki.
Spyrna - er keppni þar sem tveir keppendur ræsa hlið við hlið. Hér gildir að vera snöggur af stað án þess að þjófstarta - og ekki sakar að hafa slatta af hestöflum!
Torfæra - er keppni á jeppum þar sem eknar eru stuttar en afar erfiðar brautir. Dekkin eru sérhönnuð til að drífa í sandi og möl og mikið er um veltur og skemmtileg tilþrif.

Taktu þátt í að byggja upp akstursíþróttir á Íslandi!