Úrslit úr Sindratorfærunni Hellu

11.5.2023

Sindratorfæran fór fram á Laugardaginn og voru 23 keppendur skráðir til leiks.

Framan af leiddi Íslandsmeistarinn, Haukur Viðar Einarsson á Heklu, en eftir að bilanir fóru að segja til sín þá kost Skúli Kristjánsson á Simba fljótt upp í fyrsta sætið og hélt því út keppnina og endaði sem sigurvegari.

Geir Evert Grímsson á Sleggjunni kom rétt á eftir Skúla og gat í síðustu braut skotið sér að toppinn, en eftir að hafa ekið yfir tvær stikur í mýrinni og fengið 60 refsistig sigraði Skúli með 51 stigi.

Í 3 sæti 8 stigum á eftir Geir kom Ingvar Jóhannesson á Víkingnum en hann keyrði öruggt í gegnum allar brautir sem skilaði honum frábærum árangri.

Fyrrum Íslandsmeistari Snorri Þór Árnason á Kórdrengnum náði 4 sæti en hann var að klifra upp stigatöfluna alla keppnina eftir mistök í fyrstu braut þar sem hann fékk fá stig miðað við keppninautana, frábær akstur hjá honum.

Torfæruhald á Hellu hefur verið síðan 1973 og hefur því Flugbjörgunarsveitin á Hellu haldið keppni í 50 ár. Það eru um 100 starfsmenn sem gera þennan 5000 manna viðburð ógleymanlegan fyrir áhorfendur, keppendur og ekki síst þau sjálf.

Hlökkum til að sjá ykkur á Sindratorfærunni 4. maí 2024 !!!

Tengill á úrslit úr öllum brautum.
Tengill á upplýsingar um keppendur

Frá Sindratorfærunni 2023