Úrslit úr fyrstu umferð íslandsmótsins í kvartmílu

9.6.2014

Eftir brösulega byrjun í frábæru veðri fór fyrsta keppni sumarsins vel fram

Í vetur var KK að endurnýja tímatökubúnað á brautinni og var þetta í fyrsta skipti sem var keyrt á nýjum búnaði.
Nokkur smá vandamál komu í ljós sem verða leist fyrir næstu keppni, en að flestu leiti stóðst nýji búnaðurinn allar kröfur sem til hans voru gerðar.

IMG_8657
 
Keppendur voru ólmir að komast í að prufa nýja búnaðinn og virtust flestir koma vel undarn vetri.  Hörku keppni var í öllum flokkum og leit eitt nýtt íslandsmet dagsins ljós í G+ flokki.
Þar á ferð var Guðmundur Guðlaugsson sem gerði sér lítið fyrir og bætti eigið met.  Nýja metið er 9,617 sek á 150 mph.
 
Hér eru úrslit dagsins úr öllum flokkum
Mótorhjólaflokkar:
B flokkur
1. Björn Sigurbjörnsson
 
G- flokkur
1. Svanur Hólm Steindórsson
2. Erla Sigríður Sigurðardóttir
 
G+ flokkur
1. Guðmundur Guðlaugsson
2. Ragnar Á. Einarsson
 
Bílaflokkar:
Mc flokkur
1. Ragnar S. Ragnarsson
2. Elmar Þór Hauksson
 
ST flokkur
1. Bragi Þór Pálsson
2. Kristján Guðmundsson
 
TS flokkur
1. Garðar Ólafsson
2. Svanur Vilhjálmsson
 
OF flokkur
1. Grétar Franksson
2. Finnbörn Kristjánsson
 
Kvartmíluklúbburinn þakkar öllum keppendum, starfsfólki og áhorfendum kærlega fyrir daginn.
Næsta umferð íslandsmótsins í kvartmílu fer fram 28 júní.  Við vonumst til að sjá sem flesta þá!

Mynd frá B&B Kristinsson