Önnur umferð íslandsmótsins fór fram í dag í ágætis veðri á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni.
Margir sýndu góð tilþrif og var hörku keppni í öllum flokkum.
Eitthvað var brautin að stríða nokkrum keppendum og nokkrir bílar fóru heim í spotta.
Í OF flokki var mikil samkeppni og voru flestir keppendur að setja sína bestu tíma.
Eitt nýtt íslandsmet leit dagsins ljós í dag, En það setti Björn Sigurbjörnsson í B-flokki mótorhjóla. Tíminn hjá honum var 9.016 á 154,63mph.
Úrslit dagsins voru eftirfarandi:
G- flokkur
1. Ragnar Már Björnsson
2. Stefán Örn Guðmundsson
G+ flokkur
1. Ragnar Á Einarsson
2. Sæþór Gunnarsson
ST flokkur
1. Sigurjón Jóhannsson
2. Bragi Þór Pálsson
TS flokkur
1. Garðar Ólafsson
2. Einar J. Sindrasson
MC flokkur
1. Ragnar S. Ragnarsson
2. Magnús Bergsson
OF Flokkur
1. Grétar Franksson
2. Finnbjörn Kristjánsson
Kvartmíluklúbburinn þakkar öllum keppendum, starfsmönnum og áhorfendum kærlega fyrir daginn.
Mynd frá B&B Kristinsson