Úrslit: Ísorku eRally Iceland 2020

23.8.2020

Ísorku eRally Iceland 2020 er hluti af heimsmeistaramóti FIA Electric Regularity Rally Cup (ERRC).

Keppnin var haldin dagana 20.-22. ágúst í miklu blíðviðri og voru keyrðir 703 km þar af 407 km á sérleiðum. Keppnin skiptist í tvo hluta, nákvæmnisakstur sem felst í því að keyra leiðina skv. leiðarbók og á uppgefnum hraða hverju sinni og hversu vel keppendum tekst að halda rafmagnseyðslu sem næst uppgefinni eyðslu frá framleiðanda (WTLP).

Í nákvæmisakstri sigruðu Arthur Prusak (POL) og Thierry Benchetrit (FRA) með 1.083 stig, í öðru sæti urðu Emmanuel Burel (FRA) og Chloe Burel (FRA) með 1.112 stig og í þriðja sæti urðu Didier Malga (FRA) og Anne-Valerie Bonnel (FRA) með 1.223 stig.

Í keppni um nýtingu rafmagns sigruðu Rebekka Helga Pálsdóttir (ISL) og Auður Margrét Pálsdóttir (ISL) með 9,6% meiri rafmagnsnotkun umfram uppgefna eyðslu frá framleiðanda, öðru sæti urðu Artur Prusak (POL) og Thierry Benchetrit (FRA) (11,1%) og í þriðja sæti urðu Guido Guerrini (ITA) og Francesca Olivoni (ITA) (12,1%).

Heildarkeppnina sigruðu Artur Prusak (POL) og Thierry Benchetrit (FRA) á Opel Corsa-E, í öðru sæti urðu Rebekka Helga Pálsdóttir (ISL) og Auður Margrét Pálsdóttir (ISL) á MG ZS EV og í þriðja sæti Guido Guerrini (ITA) og Francesca Olivoni (ITA) á VW eGolf.

Þetta er í þriðja skipti sem keppnin er haldin hér á landi og tókst frábærlega í alla staði. Öll umgjörð til fyrirmyndar að mati sérfræðinga sem komu hingað á vegum FIA og mikil gleði hjá keppendum, ekki síst þeim Íslensku sem hafa nú fengið stig til heimsmeistara í greininni.

AKÍS er sérstaklega stolt af árangri Rebekku Helgu og Auðar Margrétar Pálsdætra sem keyrðu frábærlega alla keppnina og eru nú í öðru sæti í heimsmeistaramótinu! Þær eiga reyndar ekki langt að sækja keppnisskapið, þar sem flestir þekkja Rally Palla föður þeirra.