Úrslit: Hermikappakstur SPA

29.4.2019

Um helgina fór fram 3. umferð Íslandsmeistaramótsins í Hermikappakstri. Ekið var í tveimur riðlum og var keppnin gríðarlega spennandi. Rigning setti strik í reikninginn hjá flestum og var nokkuð af nuddi og minniháttar árekstrum. Þetta gerði keppnina geysi spennandi þar sem allt gat gerst meðan ökumenn reyndu sitt besta að beisla afl bíla sinna í erfiðum aðstæðum. Við fengum góðan stuðning frá Leppin Sport, sem hélt iðrum keppenda votum og gerði þeim kleift að krafla sig í gegnum keppnina.

Hér eru úrslit út mótinu:

Riðill 1 - nafn - stig
1. sæti - Jónas Jónasson -- 25
2. sæti – Karl Thoroddsen -- 18
3. sæti - Hinrik Haraldsson -- 15
4. sæti - Geir Logi Þórisson -- 12
5. sæti – Andri Marís Hilmarsson -- 10
6. sæti – Rúnar Þor Sigurðarson -- 8

Riðill 2 - nafn - stig
1. sæti - Aron Óskarsson -- 25
2. sæti - Tómas Jóhannesson -- 18
3. sæti - Marínó Haraldsson -- 15
4. sæti - Viktor Böðvarsson -- 12
5. sæti – Hákon Jökulsson -- 10

 

Sjá stöðuna í Íslandsmótinu hér.