Seinni dagur Bikarmóts RCA varð heldur betur fyrir barðinu á veðurguðunum í dag en bæði starfsfólk og búnaður varð fyrir veðurbarningnum en leysti úr því án verulegra tafa og sýndi það að svona viðburðir verða ekki að veruleika nema fyrir framgöngu fyrirmyndar starfsfólks sem vinnur verkin.
Bikarmeistarar RCA 2014:
2000 flokkur - Ragnar B. Gröndal
4WD Krónuflokkur - Alexander Már Steinarsson
Opinn flokkur - Steinar Nói Kjartansson
Unglingaflokkur - Bjarni Elías Gunnarsson