Stuðið var mikið og hörku barátta um 1-2 og 3 sætið og Íslandsmeistara titillinn í öllum flokkum nema 2000 flokki þar sem einungis 2 voru skráðir og telst þá flokkurinn ekki til íslandsmeistara móts, svo vitað var fyrir þessa keppni hver yrði íslandsmeistari í þeim flokki og hægt er að sjá hér inni http://www.ais.is/stadan/rallycross/rallycross-2014/ alla þá sem hafa keppt og þau stig sem þeir hafa fengið. Ég læt fylgja með í viðhengi tímatöku, sæti, stöðu og hverjir fengu titillinn Íslandsmeistari árið 2014.
Í unglinga flokk varð næstum því Ásta Valdís í fyrsta sæti en missir bílinn og Yngvi Rúnar lendir smá á henni svo hún snýst og endar í síðasta sæti, sem var ekki spennandi fyrir hana þar sem hún hefði getað náð 1 sætinu.
Í 4x4 króna Alexander er í 1 sæti en missir bílinn sinn og kemur Sigurbjörn á mikilli ferð og tekur ekki eftir Alexander og lendir þar með á Alexander. Þetta gerist í úrslita riðlinum og heppnin var með Alexander að hann nær að rétta bílinn og ná á undan Sigurbirni og heldur þar með 1. sætinu.
Í 2000 flokki var Skúli og Ragnar og fengu þeir að keyra með 4x4 krónu flokk, enn það bilaði eitthvað hjá Ragnari svo hann náði bara tímatökunni svo Skúli var tæknilega séð að keppa við sjálfan sig eða til gamans 🙂
Í opna flokknum var Viðar Finnsson með bestu störtin enn í úrslitum var hann svo svakalega spenntur að hann þjófstartaði og var ræstur síðastur. Svo Valur landaði 1. sætinu.
Þetta er annað árið í röð hjá Gunnars Viðarssonar sem íslandsmeistari og annað skiftið sem Alexander Már Steinarsson hreppir Íslandsmeistara titillinn síðast var það árið 2012.
Kjartan Guðvarðarson og Skarpheðin Aron Kjartansson eru feðgar og er þetta í fyrsta skipti hjá þeim báðum sem íslandsmeistarar.
Kv Íris Dögg Ásmundsdóttir formaður RCA rallycross deildar.