Torfæra: Úrslit úr stórskemmtilegri keppni

27.5.2013

torfæra-heimasætan

Heimasætan - Ljósmynd: Þrándur Arnþórsson

Úrslit eru nú ljós í torfærunni sem haldin var 26. maí 2013 í Bolöldum (Jósepsdal)

Ekki munaði miklu á efstu keppendum í sérútbúna flokknum en að lokum var það Snorri Þór Árnasson sem bar sigur út býtum.  Snorri keppir fyrir Torfæruklúbb Suðurlands.

Í götubíla flokk var það AÍFS maðurinn Jón Vilberg Gunnarsson sem sigraði nokkuð örugglega.

AÍFS vill þakka sérstaklega öllum starfsmönnum sem lögðu hönd á plóginn við keppnishaldið sem og áhorfendum sem fjölmenntu til þess að styðja við bakið á Umhyggju, félagi langveikra barna.

Sérútbúnir
Keppandi Bíll Stig
Snorri Þór Árnasson Kórdrengurinn 1668
Elmar Jón Guðmunds Heimasætan 1626
Hafsteinn Þorvalds Torfan 1597
Guðbjörn Grímsson Túrbó Tröllið 1596
Benidikt Sigfússon Hlunkurinn 1533
Daníel G. Ingimundar Green Thunder 1394
Gestur Ingólfsson Draumurinn 1291
Guðlaugur Sindri Galdra Gulur 1290
Magnús Sigurðsson Kubbur 1035
Ragnar Svansson Lukku Láki 1020
Ingólfur Guðvarðar Guttinn Reborn 1010
Götubílar
Keppandi Bíll Stig
Jón Vilberg Gunnars Snáðinn 1980
Steingrímur Bjarna Strumpurinn 1733
Ívar Guðmunds Kölski 1664
Sævar Már Gunnars Bruce Willys 1656
Eðvald Guðmundson Silver Power 1185