Torfæra í USA

7.9.2016

AKÍS hefur heyrt af áformum nokkurra íslenskra torfæruökumanna að fara með keppnistæki sín til Bandaríkjanna þar sem haldin verði sýningarkeppni dagana 30. september til 2. október 2016   Staðsetningin er Bikini Bottoms Off-Road Park í Tennessee.

Skipuleggjandi þessa er Formula Off-Road USA LLC sem er nýstofnað fyrirtæki til að halda utanum þessa sýningu.  Tekið skal fram að Formula Off-Road USA er AKÍS með öllu óviðkomandi.

Stjórn AKÍS vill benda þeim sem eru að fara í þessa ferð á að stjórnin hefur enn ekki fengið skriflegar staðfestar upplýsingar um með hvaða hætti tryggingum er háttað í keppninni gagnvart tjóni á þriðja aðila, hvort heldur sem er eigna- né heilsutjóni.

Stjórn AKÍS hvetur þá sem eru að fara í þessa ferð, keppendur sem og starfsmenn, að kynna sér skriflega tryggingarskilmála þá sem eru í gildi á meðan fyrirhugaðri sýningarkeppni stendur.  Verði einhver vandamál með tryggingar er hætta á því að viðkomandi beri afar skarðan hlut frá borði.