Torfæra á Egilsstöðum um helgina

29.6.2015

Akstursíþróttaklúbburinn Start á Egilsstöðum hélt 3. umferð Íslandsmótsins í Torfæru á Egilsstöðum um helgina. Um 1000 manns voru á svæðinu meðan keppnin var í gangi og mikið var um tilþrif.

Mættir voru 16 keppendur í 3 flokkum.
Í sérútbúna flokknum sigraði Snorri Þór Árnason á Kórdrengnum eftir öruggan og flottan akstur alla keppnina. Snorri hefur tekið góða forystu í Íslandsmótinu eftir þessa umferð en hann hefur sigrað í 2 keppnum og lent einu sinni í öðru sæti.
Helgi Garðarsson á Spiderman lenti í öðru sæti í keppninni eftir tilþrifamikinn akstur, Helgi var að keppa í sinni fyrstu keppni en hann hefur verið aðstoðarmaður lengi hjá mörgum bílum á norðurlandi. Helgi hlaut einnig tilþrifaveðlaunin í þessum flokki.
Heimamaðurinn Kristmundur Dagsson á Tímaur endaði svo í þriðja sæti en hann velti m.a. tvisvar sinnum þennan dag en var einn af fáum sem kláraði erfiða fimmtu braut.
Í sérútbúna götubílaflokknum var það Bjarki Reynisson á Dýrinu sem sigraði, Bjarki tók mikla veltu í fjórðu braut en stóð engu að síður uppi sem siguvegari.
Jón Vilberg Gunnarsson á Snáðanum endaði í öðru sæti í keppninni en hlaut tilþrifaveðlunin í flokknum.
Aron Ingi Svansson á Zombie endaði í þriðja sæti en aðeins þrír keppendur voru í þessum flokki.
Í götubílaflokknum sigraði Ívar Guðmundsson á Kölska en hann hefur sigrað í öllum þremur mótunum til þessa og hefur góða forystu í baráttunni um Íslandsmeistaratitillinn.
Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum lendi síðan í öðru sæti, Eðvald velti m.a. einu sinni og lenti í smá vandræðum í brautum þegar öxull brotnaði.
Steingrímur Bjarnason á Strumpnum lendi svo í þriðja sæti í keppninni en Steingrímur hlaut tilþrifaveðlaunin í þessum flokki.
Næsta torfærukeppni fer fram á Blönduósi 11.júlí en það verður Torfæruklúbbur Suðurlands sem mun halda þá keppni.
egilsstaðir2015

Heildarúrslit

Sérútbúnir

1. Snorri Þór Árnason - Kórdrengurinn        1508 stig
2. Helgi Garðarsson - Spiderman                 1100 stig
3. Kristmundur Dagsson - Tímaur                  971 stig
4. Guðlaugur Sindri Helgason - Galdragulur   819 stig
5. Elmar Jón Guðmundsson - Heimasætan    715 stig
6. Guðni Grímsson - Kubbur                           700 stig
7. Valdimar Jón Sveinsson - Crash Hard        586 stig
8. Alexander Már Steinarsson - All-inn            525 stig
9. Haukur Viðar Einarsson - Taz                     320 stig
10. Ingólfur Guðvarðarson - Guttinn Reborn     60 stig

Sérútbúnir Götubílar

1. Bjarki Reynisson - Dýrið                1010 stig
2. Jón Vilberg Gunnarsson - Snáðinn  985 stig
3. Aron Ingi Svansson - Zombie           650 stig

Götubílaflokkur

1. Ívar Guðmundsson - Kölski                     1320 stig
2. Eðvald Orri Guðmundsson - Pjakkurinn  1070 stig
3. Steingrímur Bjarnason - Strumpurinn         850 stig
Hægt er að sjá samantekt frá keppninni hér:
https://www.youtube.com/watch?t=118&v=41xugHj3sPc
Fleiri myndbönd eru væntaleg á www.youtube.com/jakobcecil
Staðan í íslandsmótinu.
Fyrir hönd Akstursíþróttaklúbbinn START á Egilsstöðum
Jakob Cecil Hafsteinsson
Fjölmiðlafulltrúi