Tilmæli heilbrigðisyfirvalda

7.7.2020

Enn eru í gildi reglur um takmarkanir í samkomubanni.

Áréttaðar eru reglur um fjöldatakmarkanir og hólfaskiptingu, hvort heldur er innandyra eða utanhúss.

Meðal þess sem fram kemur í minnisblaðinu er:

  1. Fjöldatakmörkun er 500 manns á hverju svæði/sóttvarnarhólfi
  2. Tryggja með sýnilegum hætti tveggja metra svæði á milli svæða/sóttvarnarhólfa
  3. Tryggja þarf að ekki sé blöndun á milli svæða
  4. Hafa þarf salerni, veitingasölu og aðra þá þjónustu sem boðið er uppá aðskilið fyrir hvert svæði fyrir sig
  5. Aðgengi að handþvotti og handspritti
  6. Sótthreinsun áhalda, tækja og fleti sem fleiri en einn snertir
  7. Viðhafa tveggja metra fjarlægðarregluna eftir því sem unnt er

Nánar um rými: Um starfsemi innan íþróttamannvirkja gildir regla um samkomubann og hámarksfjölda sem stjórnvöld setja í heimsfaraldri. Því skal rekstraraðili skipta byggingu upp í sóttvarnahólf og hámarksfjöldi innan hvers rýmis, svo sem í sal eða á velli skal vera í samræmi við ákvörðun HRN og
skulu upplýsingar um það vera aðgengilegar starfsmönnum, iðkendum og áhorfendum. Frá og með 14. júní 2020 var skilgreindur hámarksfjöldi innan hvers rýmis takmarkaður við 500 manns. Hvert skilgreint rými þarf að hafa eigin salerni og eigin inngang/útgang.

Almenna reglan er að íþróttamannvirki eru opin öllum samkvæmt venju, og öll hefðbundin starfsemi hefur mátt fara af stað svo fremi sem gestir hafa verið upplýstir um sóttvarnaráðstafanir og að fjöldi iðkenda/áhorfenda fari ekki yfir leyfilegt hámark innan hvers sóttvarnahólfs samkvæmt auglýsingu HRN á hverjum tíma.