Ársþing Akstursíþróttasambands Íslands verður haldið 28. og 29. mars n.k. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, E-sal. Þingið verður sett seinni part föstudags og slitið um miðjan dag á laugardegi. Rétt til setu á þinginu eiga fulltrúar frá þeim íþróttabandalögum, héraðssamböndum og félögum sem mynda sambandið. Fulltrúafjöldi hvers félags fer eftir tölu útgefinna keppnisskírteina síðasta heila keppnistímabils […]