Ársþing Aksturíþróttasambands Íslands

28.2.2014

Ársþing Akstursíþróttasambands Íslands verður haldið 28. og 29. mars n.k.  í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, E-sal. Þingið verður sett seinni part föstudags og slitið um miðjan dag á laugardegi.

Rétt til setu á þinginu eiga fulltrúar frá þeim íþróttabandalögum, héraðssamböndum og félögum sem mynda sambandið.

Fulltrúafjöldi hvers félags fer eftir tölu útgefinna keppnisskírteina síðasta heila keppnistímabils sem hér segir:

0 til og með 25:                  Einn fulltrúi

26 til og með 50:               Tveir fulltrúar

51 til og með 100:             Þrír fulltrúar

101 og fleiri:                        Fjórir fulltrúar

Hvert héraðssamband og íþróttabandalag þar sem akstursíþróttir eru stundaðar hafa rétt til að senda einn fulltrúa til að sitja þingið.

Á ársþingi hafa fulltrúar þeirra aðildarfélaga sem eru skuldlaus við AKÍS einir atkvæðisrétt.

 

Allir fulltrúar skulu tilgreindir á kjörbréfi frá viðkomandi sambandsaðila og skal skila kjörbréfum við upphaf þinghalds. Hver fulltrúi fer með eitt atkvæði en getur auk þess farið með annað atkvæði, samkvæmt skriflegu umboði þess sambandsaðila sem hann er fulltrúi fyrir.

Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn AKÍS minnst 3 vikum fyrir þing. Sama á við um framboð til formanns og stjórnar.

 

Virðingarfyllst,

Akstursíþróttasamband Íslands

Guðbergur Reynisson

formaður