Styrkveitingar til aðildarfélaga AKÍS

8.10.2020

Stjórn AKÍS hefur nú samþykkt styrkveitingar til aðildarfélaga:

 • AÍH vegna gröfu fyrir sóp og lyftaragaffla - 750.000
  Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar hefur verið svo heppið að hafa fengið gröfu til að hafa sópinn sinn á endurgjaldslaust í 2 ár, nú býðst klúbbnum að kaupa umrædda gröfu.
  AÍH hefur afnot af skotbómulyftara sem er nauðsyn til að fjarlæga bíla af brautinni ef óhapp
  eða bilun á sér stað, til þess að geta tekið bílana upp þarf lengri gaffla sem klúbburinn getur nú eignast.
 • BA vegna lagnaefnis og málunar á nýju spyrnubrautinni - 750.000
  Bílaklúbbur Akureyrar hefur unnið hörðum höndum að lagningu nýrrar spyrnabrautar.
  BA hefur nú grafið fyrir og lagt lagnaefni fyrir spyrnuljós meðfram brautinni, í endamarki og ráshliði og síðan að félagsheimilinu.
  BA hefur einnig fjárfest í málningu fyrir spyrnubrautina.
 • KK vegna tímatökubúnaðar í sandspyrnubraut - 750.000
  Kvartmíluklúbburinn hefur keypt nýjan tímatökubúnað frá Portatree í USA og flutt inn.
  Nýjar sellur og skynjarar, nýir kaplar, ný stjórntölva og annar tengdur búnaður.
  KK keypti einnig nýjar undirstöður fyrir sellur og ljósatré og hefur komið þeim varanlega fyrir í brautinni.
  Tímatökubúnaðurinn hefur verið tekinn í notkun.