Stigagjöf í Torfæru

6.6.2018

Á stjórnarfundi AKÍS þann 5. júní 2018 voru teknar fyrir ábendingar sem stjórn höfðu borist um að ekki væri komnar reglur um torfæru 2018 á vef AKÍS.

Við nánari skoðun kom í ljós að svo var og var eftirfarandi bókun gerð á stjórnarfundi AKÍS:

Á formannafundi AKÍS 26. nóvember 2017 voru kynntar breytingar á torfærureglum í götubílaflokki og breytt stigagjöf fyrir alla flokka í Íslandsmeistaramótinu.
Uppfærðar reglur um götubílaflokk 2018 voru settar á vef AKÍS fyrir áramót.
Því miður fórst fyrir að setja uppfærðar reglur með þessari breyttu stigagjöf á vef AKÍS á sama tíma.
Ábendingar bárust til stjórnar AKÍS nýverið um að enn væru 2017 reglur fyrir Íslandsmeistaramót í torfæru á vef sambandsins. Málið var skoðað og í ljós kom að eftir átti að uppfæra þær þar.
Réttar reglur fyrir Íslandsmeistaramótið í torfæru 2018 hafa verið setta á vef AKÍS, þar sem rétt stigagjöf kemur fram og staðan í torfæru uppfærð til samræmis.
Keppendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.