Starfsmaður

14.6.2023

Stjórn AKÍS hefur ráðið Björgvin Jónsson til starfa á skrifstofunni.

Björgvin er viðskiptafræðingur frá Háskóla Ísland og masters próf í fjármálum fyrirtækja (e. Corporate Finance) frá Bocconi School of Management í Mílanó á Ítalíu. Hefur hann komið víða við á ferlinum, en sem stendur er hann í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Hjólreiðasambands Íslands og nú einnig starfsmaður AKÍS.

Stjórn AKÍS valdi hann úr hópi fimmtán umsækjanda um starfið, en þessa stundina er hann að koma sér inní mál AKÍS, sem er eilítið erfiðara eftir nú þegar starfið er komið á fullt.


Björgvin Jónsson