Skyndihjálparnámskeið miðvikudaginn 21. mars - skráning

13.3.2018

Fyrir áhugasama

Ykkur gefst kostur á að sitja 4 tíma skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða Krossins, miðvikudaginn 21. mars frá kl. 16:30-20:30 í E-sal.
Skráning á linda@isi.is

Verð:
15 manns, 6.080,- dýrara ef það eru færri en 15
30 manns,  3.823,- dýrara ef það eru færri en 30

Linda hjá ÍSÍ sendir ykkur reikningsnúmer og upphæð þegar hún sér hversu margir ætla að nýta sér þetta.

4 tíma námskeið C AED kostar 91.200,- kr. fyrir allt að 15 manns , ef þátttakendur eru allt að 30 þá er kostnaðurinn 114.700,.-kr.

Fjögur skref skyndihjálpar

  • Tryggja öryggi á vettvangi
  • Meta ástand slasaðra eða sjúkra
  • Sækja hjálp
  • Veita skyndihjálp

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð

  • Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
  • Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
  • Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
  • Aðskotahlutur í öndunarvegi

Skyndihjálp og áverkar

  • Innvortis- og útvortis blæðingar
  • Bruni og brunasár,
  • Áverkar á höfði, hálsi eða baki

Skyndihjálp og bráð veikindi

  • Brjóstverkur
  • Bráðaofnæmi
  • Heilablóðfall
  • Flog
  • Sykursýki
  • Öndunarerfiðleikar

Sálrænn stuðningur

  • Streita í neyðartilfellum
  • Tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp
  • Sálrænn stuðningur