Flugbjörgunarsveitin á Hellu og AÍNH halda keppnina í 48. skiptið á akstursíþróttasvæði sínu rétt austan við Hellu. Keppnin er liður í íslandsmeistaramótinu í torfæru en 1 og 2 umferðin fara fram að þessu sinni. Keppnin hefst kl 11 báða daga.
Eknar verða 6 brautir hvorn dag í sandbrekkum ánni og mýrinni. Síðastliðin ár hafa gríðarlega margir áhorfendur mætt á Hellutorfæruna og mjög skemmtileg stemning hefur myndast í brekkunum. Í covid ástandinu lærðum við að senda út beint og að sjálfsögðu verður sýnt beint frá keppninni fyrir þá sem ekki komast á staðinn á facebook síðu FBSH
Rúmlega 90 sjálfboðaliðar FBSH munu sjá til þess að allt fari vel fram og að áhorfendur skemmdi sér konunglega hvort sem er á staðnum eða heima í stofu.
Íslandsmeistarinn þarf að hafa sig allan við
Skúli Kristjánsson er ríkjandi íslands og heimsmeistari í sérútbúna flokknum. Hann er að sjálfsögðu skráður til leiks og á eftir að þurfa hafa sig allan við að vera í toppbaráttunni. Þeir Þór Þormar pálsson og Ólafur bragi Jónsson eru báðir fyrrverandi íslandsmeistarar og munu ekki gefa neitt eftir.
Það verða margir að berjast á toppnum
Geir Evert Grímsson endaði annar til Íslandsmeistara í fyrra eftir mjög harða baráttu við Skúla. Geir keppti á nýsmíðuðum bíl sem var ólíkur öðrum að því leyti að vera með sjálfstæða fjöðrun að aftan, þetta kom mjög vel út en hann eins og margir fengu ekki alla pakkana í bílinn á síðasta tímabili og keppti hann því með varavél allt tímabilið. Húsbílamótorinn fékk svo að fjúka í vetur þegar glæný vél kom til landsinns og verður gaman að sjá hann stökkva hærra og fara enn lengra heldur en áður.
Það hefur verið mjög lítill munur milli manna síðustu ár og trúi ég að það verði áfram svoleiðis í sumar Haukur Viðar Einarsson sem ekur Heklu hefur til að mynda fest kaup á einni öflugustu vél sem sést hefur í torfærubíl, eitthvað um 1700 hestöfl. Haukur varð 3 í fyrra og ef þetta dugar honum ekki alla leið þá verður það eitthvað annað.
Þóður Atli Guðnýjarson á spaðanum keppti sína fyrstu keppni á Hellu í fyrra, hann er heimamaður og nánast alin upp í grifjunum. Hann keypti íslandsmeistara bílinn frá 2020 og vann sig hægt og rólega upp listann. það verður gaman að sjá hann núna eftir að vera kominn með góða stjórn á bílnum.
Guðmundur Elíasson smíðaði nýjan bíl í vetur, hann er búsettur í Vík í mýrdal en þar eru orðnir fleiri torfærubílar en hótel. Þeir Ingi Már Björnsson og Ingvar Jóhannesson eru meðal keppenda báðir komið við sögu áður þó með hléum.
Alls eru 19 bílar skráðir til leiks í þremur flokkum. Sérútbúni flokkurinn er þar lang stæðstur. Nokkrir nýsmíðaðir bílar munu lýta dagsinns ljós og nýjir ölkumenn einnig. Nýliðarnir Jón Reynir Andrésson og Sævar Benónýsson eru að fara stíga sín fyrstu skref innan um gamlar kempur sem hafa keppt á Hellu í tugi ára
Fjölskylduveisla
Ljóst er að þessir 2 daga á Sindratorfærunni á Hellu munu fara í sögubækurnar. Við höfum ekki geta haft áhorfendur í brekkunum síðustu 2 ár en árið 2019 voru yfir 5000 manns sem fylgdust með. Það er því gríðarleg eftirvænting bæði meðal áhorfenda, keppenda og ekki sýst keppnishaldara að sjá fyrsta bíl keyra í braut.
hægt er að finna viðburðinn á facebook Sindratorfæran á Hellu 2022.