Loksins er komið að því!
Þann 17. maí kl 13:00 heldur Flugbjörgunarsveitin á Hellu torfærukeppni, hefur hún verið fastur fjáröflunarliður í starfi sveitarinnar síðan 1973. Tuttugu keppendur eru skráðir til leiks og menn ýmist að keppa í fyrsta eða tuttugasta skipti á Hellu. Keyrðar verða 6 brautir og þar á meðal áin og mýrin að sjálfsögðu á sínum stað.
Ekki hefur verið keppt á Hellu í 3 ár og lofa keppnishaldarar góðri keppni.
Hérna má nálgast videoauglýsingu https://www.facebook.com/photo.php?v=778641462148557
Hérna má nálgast margar góðar upplýsingar um keppnina https://www.facebook.com/events/466119193517036/