Dagana 14.-17. júní munu fara fram hinir árlegu Bíladagar sem að þessu sinni munu heita Shell Bíladagar 2013.
Dagskráin verður eftirfarandi og verður einnig kynnt á heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar www.ba.is og á facebook síðu Bíladaga og Bílaklúbbs Akureyrar, en keppnis- og sýningargreinarnar verða:
Föstudagur
- Ökuleikni 14. Júni Kl. 16.00 á Akstursíþróttasvæði B.A
- Hópakstur 14. Júní Kl 18.30 Fornbílar og margir aðrir fræknir fákar fara hópakstur frá Shell um Akureyri og enda rúntinn á Akstursíþóttasvæði B.A um kl 19.30
- Burn out 14. Júni Kl. 20.30 á Akstursíþróttasvæði B.A
Laugardagur
- Auto-X 15. Júni Kl. 13.00 á Akstursíþróttasvæði B.A
- Græjukeppni 15. Júni Kl. 16.00 Neðan við Shell Hörgárbraut. engin aðgangseyrir
- Drift 15. Júni kl. 19.00 á Akstursíþróttasvæði B.A
Sunnudagur
- Götuspyrna 16. Júni Kl. 15.00 á Akstursíþróttasvæði B.A
Mánudagur
- Bílasýning 17. Júni 10.00 til 18.00 í Boganum við Þórsheimilið.
Aðrir ótímasettir viðburðir
- Að loknu Drifti á laugardagskvöld verður Live2Cruize með Hitting og skemmtun á Driftsvæði B.A
- Að Lokinni Götuspyrnu á sunnudag verður Live2Cruize með Grill og hitting í Kjarnaskógi.
- Spólsvæði verður opið alla dagana á Akstursíþróttasvæði B.A utan þess tíma sem viðburðir eru á svæðinu. Svæðið verður opið frá fimmtudegi til mánudags.
- Tjaldssvæði á svæðinu opnar kl 19.00 á Fimmtudeginum 13.06. Verð 5000 kr frá Fimmtudegi, frá Laugardegi 4.000 kr frá Sunnudegi 2.500 kr
- Shell aðgangs armbönd 6.000 kr. dagsaðgangur 1.500 kr eða félagsskírteini B.A 7.000 kr eru skylda á alla viðburði innan akstursíþróttasvæðis B.A þessa daga.
- Allir sem koma til með að keppa eða nota svæði okkar til aksturæfinga ( spólsvæði ) verða að undirgangast áfengismælingu.
Miðar verða seldir á hvern viðburð en hægt er að kaupa armband á bensínstöðvum Shell í Reykjavík,Hveragerði Egilsstöðum og á Akureyri sem gildir á alla viðburðina.
Armband sem gildir inn á alla viðburði kostar kr 6.000.- Verð á staka viðburði er 1.500 kr Svo það borgar sig að versla armband í forsölu, einnig veitir armbandið forgang inná svæðið og í stúkur við keppnisbraut eftir því sem sæti leyfa.
Allar aksturskeppnir Shell Bíladaga 2013 munu fara fram á nýju Akstursíþróttasvæði B.A, sem tekið var í notkun á síðast ári að stórum hluta og er staðsett neðst við Hlíðarfjallsveg sem bætir til muna aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Tjaldsvæði gesta verða staðsett fyrir gesti Shell Bíladaga á akstursíþróttasvæði B.A
Allar frekari upplýsingar veitir Einar Gunnlaugsson hjá Bílaklúbbi Akureyrar.
Netfang einarg@ba.is og 862 6450
Takið dagana frá og góða skemmtun!