Rallycross keppni AÍH 3. maí 2014

5.5.2014

Fyrsta rallycrosskeppni sumarsinns var haldin um helgina. Keppnin var ekin til minningar um Skarphéðinn Andra Kristjánssonar sem lést ásamt unnustu sinni Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur eftir alvarlegt umferðarslys í Norðurárdalnum í Janúar.

Skarphéðinn var virkur félagsmaður í Akstursíþróttarfélagi Hafnarfjarðar og byrjaði sem keppandi í Unglingaflokk og seinna meir sem starfsmaður við keppnir í rallycross.

Skarphéðinn var félagsmaður nr 160 og hafa verið búnir til tveir minningarskildir. Annar þeirra verður varðveittur hjá AÍH en hinn verður afhentur aðstandendum Skarphéðinns.

Keppnin sjálf var hörkuspennandi og mikið um veltur.

úrslit-2014-05-03 sigurvegarar

skjöldur