Rally: Um 4x4 Non Turbo og Nýliðaflokk

5.10.2016

Skrái keppandi sig í Nýliðaflokk er hann jafnframt skráður í 4x4 NT, þ.a.l. hefur 4x4 NT talið til stiga í Íslandsmótinu í allt sumar.

Hingað til hefur skilningur keppnisráðs verið annar en að höfðu samráði við alla þá sem komu að setningu reglunnar um Nýliðaflokk ásamt nánari skoðun á orðalagi þá sjáum við okkur ekki stætt á þeirri skoðun, orðalag í reglunni er bara ekki nógu skýrt til að svo megi vera.

Enn eru áhöld um hvort sami keppandi geti orðið Íslandsmeistari í tveimur flokkum fyrir sama árangur, um það getum við ekki fjallað, það er AKÍS mál.

Það skal tekið skýrt fram að með þessari ráðstöfun erum við á engan hátt að fjalla um úrslit RallýReykjavík 2016.

Uppfærð staða í Íslandsmótinu í ofangreindum flokkum verður sett inn á stöðusíðu AKÍS á næstu dögum.

 

kv,

Keppnisráð í ralli

Guðbergur Reynisson

Þórður Bragason

Þórður Ingvason