Orku Rallið á Suðurnesjum

20.5.2018

Sælir Rallýáhugamenn

Mig langar að koma nokkrum hlutum á framfæri vegna Orku Ralls okkar AIFS manna 25-26 maí næstkomandi.

Síða Rallýáhugamanna verður tilkynningasíða keppnisstjórnar, ef ég eða ritari póstum ekki sjálf fyrir hönd keppnisstjórnar, þá kemur það ekki frá Keppnisstjórn.

20 Feb var Dagskráin  birt og bann hófst við leiðaskoðun á öllum leiðum þegar tímamaster kom út ,

leyfð var leiðaskoðun á Djúpavatni 6.mai og 13.mai en vegna færðar var seinni leiðarskoðun frestað til 20. Maí frá 10:00 til 16:00 sem er á morgun, þetta er gert með leyfi Vegagerðar og athugið að stranglega er bannað að leiðarskoða á öðrum tímum.

Þriðjudaginn 22. Maí verður myndataka við AB varahluti Funahöfða kl 18:00 fyrir kependur AB varahlutaflokks.

24.Maí klukkan 17.00 Skoðun fyrstu keppnisbíla Smiðjuvöllum 6 Reykjanesbæ

24 Maí klukkan 18.00 Skoðun seinni hluta keppnisbíla Smiðjuvöllum 6 Reykjanesbæ

24 Maí. klukkan 20.00 Leiðarskoðun um Nikkel, Keflavíkurhöfn, Patterson og Ökugerði í fylgd Keppnisstjórnar

25 Maí. Mæting í Skoðun kl 13:00 við hús AÍFS /(Pittinn) Smiðjuvellir 6 Reykjanesbæ þeir sem fengu sérstakt leyfi eða stóðust ekki skoðun 24 Maí.

25 Maí Mæting í við Hús AÍFS /(Pittinn) Smiðjuvellir 6 Reykjanesbæ klukkan 16.45 og parc ferme lokar 17:00.

25 Maí Fundur með keppendum klukkan 17.30 á sama stað.

25 Maí Park Ferme opnar kl 17.45.

25 Maí Ræsing fyrsti bíll af stað klukkan 18.00

Viðgerðarhlé klukkan 21.00 hjá Dominos Hafnargötu

26 Maí. 07:10-07:20 Keppendur ná í sína bíla hjá Bílar og Hjól eða Nesdekk, skylda er að geyma keppnistæki hjá AIFS þessa nótt.

26 Maí Laugardagur mæting Smiðjuvellir 6 klukkan 07.30. fundur með keppendum.

Ræsing fyrsta bíls á Laugardegi26 Maí klukkan 08.00 AÍFS Smiðjuvellir 6

Endamark og verðlaunaafhending kl 16:00 á Smiðjuvöllum 6 (AÍFS)

- Allar tímasetningar sem eru hér að ofan skulu keppendur virða, ef keppendur koma seint er það tekið fyrir hjá dómnefnd og áhöfn fær refsingu fyrir sitt brot.

- Brot á fyrrnefndum atriðum varða brottvísun úr keppni

-- Dagskrá gæti breyst þegar nær dregur.

Vinsamlegast sendið mér athugasemdir á einkaskilaboðum

Dómnefnd hefur hafið störf en hana skipa Óskar Sólmundarson, Ragnar Þ Magnússon og Þórður Ingvason

Einungis verður tekið við athugasemdum í skriflegu formi og kærum verður að fylgja kærugjald samkvæmt gjaldskrá AKÍS elegar verður öllu vísað frá.

Kveðja með von um gott Rall

Guðbergur Reynisson
Keppnisstjóri
825-0011
Beggireynis@simnet.is