Stjórn AKÍS auglýsir eftir umsóknum um styrki seinni úthlutun.
Hægt er að sækja um styrki vegna verkefna innan tveggja flokka.
Tækjakaup og uppbygging: Heildarfjárhæð til úthlutunar í þessum flokki er kr. 1.500.000 en hámarksstyrkur til hvers verkefnis er kr. 500.000.
Minnt er á að samkvæmt 6. grein reglna AKÍS um úthlutanir styrkja þá er styrkupphæðin að hámarki helmingur af kostnaðaráætlun.
Barna- og unglingastarf: Heildarfjárhæð til úthlutunar í þessum flokki er kr. 1.000.000, en hámarksstyrkur til hvers verkefnis er kr. 500.000.
Við minnum á að hverju félagi er heimilt að sæki um styrki fyrir fleiri en eitt verkefni í hvorum flokki. Nánari upplýsingar er að finna í skjalinu Reglur um úthlutanir styrkja á vefsíðu AKÍS.
Styrkumsóknir skulu sendar með tölvupósti á akis@akis.is fyrir 3. október 2024.