Önnur umferð Íslandsmótsins í Drift 4. júní 2016

3.6.2016

Laugardaginn 4. júní næstkomandi fer fram önnur umferð Íslandsmótsins í Drift.

driftkeppni

Forkeppni hefst kl 11:00 og stendur til 12:30, útsláttarkeppnin sjálf hefst svo klukkan 13:30.

21 Keppandi eru skráður til leiks.

Keppnin er á vegum AKÍS en umsjón með keppninni hefur Driftdeild AÍH.

Drift er sú akstursíþróttagrein sem er mest vaxandi á Íslandi í dag.  Við í DDA reiknum með æsispennandi keppni og hvetjum við alla til þess að mæta og fylgjast með færustu ökumönnum landsins spreyta sig.

Aðgangseyrir eru litlar 1.000 kr en frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.

Einnig verðum við með til sölu pylsur, gos og sælgæti gegn vægu gjaldi Allar nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá inni á Facebook síðu Driftdeildar AÍH.

Fyrir hönd AÍH
Sigurður Gunnar Sigurðsson - Formaður Driftdeildar